Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 33
Sjá! þarna er slíkur fangi, hann lieitir Erich Miihsam,
það er maður með ábyrgðartilfinningu, maður sem yrkir
og brýtur lieilann um það, hvað mannkyninu megi að
gagni koma, hvernig menn geti þroskazt, orðið betri,
duglegri og liæfari til að lifa lifinu. Hann liefir hjálpað
veikum meðfanga sínum, á sinn ófimlega hátt, til þess
að verka saur af hálmdýnu lians, svo vörðurinn skyldi
ekki sjá það.
En vörðurinn sá til þeirra. Miihsam hjálpar fanga til
að verka svinaríið! Og takið eftir livernig hann fer að
því, fullur meðaumkvunar og viðbjóðs í senn! Hann skal
ia nóg af viðbjóði og -—- meðaumkvun! Látum hann
hreinsa kamrana en — með berum höndunum! Byssu-
skeftið í bakið á honum og hann verður að gera eins og
honum er skipað. Böðlarnir danza í kring um hann í
djöfullegri vímu, slá á lærið og öskra af hlátri. Hann,
skáldið og vísindamaðurinn lireinsar kamra með berum
höndunum, eins og hann liafi sjúklega nautn af því. Það
er óborganlegt! En livað er þetta, snýr hann sér undan?
Er hann teprulegur? Læzt vera fín dama? Mulisam —
júðasvín! Nefið niður í drulluna! Heyrirðu? Annars —
högg í hausinn með byssuskeftinu — sparlc i malirnar.
Vesalings Mulisam. — Vesalings mannkyn!
En djúpið er ekki fullkafað enn. Það hefir vitnazt, að
Múhsam sé dýravinur. í fangaherbúðunum er taminn
api. Það er reynt með barsmíð að æsa apann til þess að
ráðast á Múhsam, en í þess stað leitar apinn verndar hjá
dýravininum, hjá manninum gegn villidýrinu. En þá
ærist villidýrið. Apinn er skotinn fyrir augunum á
Múhsam og lionum er gefin sök á þvi.
Er hægt að kvelja hann meira? Allt hefir verið reynt,
allt niðurlægjandi, jafnvel saurinn. Er þá ekkert, sem
honum býður enn meira við? Jú, böðlar hans sóla sig í
sínum eigin svívirðingum. Þeir vita, að hann hefir and-
styggð á því að þeir snerti hann, þess vegna flangsa þeir
utan í hann, nudda sér upp við hann og krafla framan í
33