Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 34
hann með böðulshöndum sínum, eins og þeir væru að
ldappa honum. Einn þeirra glennir upp á honum munn-
inn, ræskir sig og hrækir ofan i kok á honum. Þegar
Muhsam selur upp af viðbjóði, er hann látinn grafa sína
tigin gröf. Það á að skjóta hann fyrir það, að hann liefir
svívirt hin miklu verðmæli hins þriðja rikis — gubbað
þeim.
En Muhsam er ekki skotinn, liann er ekki búinn að
þola nóg til þess, það er látið nægja að setja hann upp
við vegg, snúa baki að hermönnunum og hlusta á smell-
ina í byssugikkunum. En hvað það er gaman, að sjá
hvernig hann kippist við. Hláturinn brýzt út úr kokum
böðlanna eins og dýrsöskur. Nei, það er ekki hægt að
líkja neinu dýrsliljóði við þann hlátur, hann bergmálar
allan þann ruddaskap, sem mannkynið hélt sig vera bú-
ið að leggja í fjölra á hinum seinfarna og erfiða vegi þró-
unarinnar.
Við lifum ó miklum niðurlægingartímum. Heimsstyrj-
öldin var hræðileg reynslustund, en borið saman við það,
sem afturhaldið býður oss upp á nú, er hún eins og menn-
ingarlegt fyrirbrigði. Nú er allt í veði; það á að hrekja
manninn aftur á frumstig sitt, gera hann að dýri. Píning-
arsaga Muhsam, er táknræn. Þegar villidýrið var búið að
hrekja hann til yztu takmarka ruddaskaparins, stökk það
á hann og myrti hann. Hann var hengdur inni á kamri;
það átti að láta það líta svo út sem hann hefði framið
sjálfsmorð og' niðurlægt sjálfan sig í dauðanum.
Erich Miihsam var göfugur og samboðinn fulltrúi nú-
timamenningarinnar, hugaður og góðgjarn, andríkur
og byltingarsinnaður. Hann, menntamaðurinn, gjör-
sneyddur dýrslegum bardagaaðferðum, hlaut að verða
undir í baráttunni við villimennskuna.
En hann er upprisinn scm tákn og píslarvottur. Hinar
ógurlegu þrautir lians og dauði hans og þúsunda annarra,
liafa opnað augu manna fyrir hættu afturhaldsins. Það
kemur ekki lengur eins og ósýnileg drepsótt. Það stekkur
34