Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 39
hans heldur persónan. Það er svo ótrúlegt, að liann skuli
hafa dáið nú, einmitt þegar þjóð hans, sem hann elskaði
beitast, skildi bezt og túlkaði snilldarlegast fyrir öðrum
þjóðum, er ný-endurfædd.
Þegar útlaginn er kominn heim til ættjarðarinnar, sem
hann unni og þráði og allir hans líkamlegu hrakningar
og andlegu raunir eru á enda. Þegar ritliöfundinum er
fagnað af alþýðunni, sem hefir fengið það frelsi, sem
hann barðist ósleitilegast fyrir að hún öðlaðist. Þegar
skáldið er tilbeðið af æskulýð, sem er hamingjusamari
og atgjörfismeiri en það í djörfustu hugsunum sínum
liafði þorað að ímynda sér hann. Þegar draumar hugsjóna-
mannsins hafa rætzt kemur — dauðinn.
Það er ekki unnt í stuttri timaritsgrein að lýsa hinni
margbreytilegu æfi Maxim Gorkis né kryfja skáldskap
hans til mergjar. Skáldskapur hans er auk þess búinn
slíkum einfaldteik — einfaldleik snillingsins, að lesand-
inn þarfnast engrar liandleiðslu við lestur hans. Úr djúpi
fegurðar lians stígur á móti manni ást höfundarins á
mönnunum og hin friðlausa þrá byltingarmannsins lil
fegrunar á lífinu. Hin næstum dulræna skarpskj'ggni
Maxim Gorkis á mannlegu eðli og þekking lians á kjör-
um rússnesku alþýðunnar gefur lesandanum kost á að
kynnast lifandi mönnum i gegn um skáklverk hans.
Það eru engar venjulegar týpur, upphugsaðar af bók-
lærðum listamanni og felldar inn í form sögunnar. Það
eru menn með lioldi og blóði, fólk, sem maður lær-
ir að þckkja og skilja, með öllum þess göllum og glæpum,
lafræði og ástríðum, mannkoslum, fórnfýsi og lífsspeki.
Hver gleymir nokkurn tíma Akulina Ivanovna, ömmu
skáldsins, Pelageja Nilovna í sögunni „Móðirin“, Ilja
Jakovlevitsj í „Þrjár manneskjur“. Hver gleymir — ?
Maxim Gorki er i skálaskap sínum ósvikinn fulltrúi
öreigastéttarinnar, enda deildi hann kjörum við hana í
uppvexti sínum og lengi framan af æfi. Það var deigluraun
tistamannsins. Og sál lians fól í sér þann óbrothætla
39