Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 40
kjarna, sem var þess mátíugur að ganga í gegn um hreins-
unina, án þess að afdrif hans yrðu örlög þúsundanna,
sem týnast i dýki þeirrar örbirgðar, sem fjöldinn er
dæmdur í til verðfestingar á nokkrum einstaklingum.
Þarna öðlaðist hann þá reynslu, sem fullvissaði hann
um ranglæti auðvaldsskipulagsins, gaf honum trúna á
miátt öreigasamtakanna og gerði hann að þeim livatsýna
hardagamanni, sem liann var æ siðan.
Það er ekkert, hvorki i ritum Maxim Gorkis né lundar-
fari hans, sem gefur tilefni til þess, þó sumir ritskýrend-
ur hafi verið að reyna að draga liann i dilk með borgara-
stéttinni. Maður, sem leggur land undir fót á þann hátt
sem Maxim Gorki gerði það og flakkar um með „her-
íætlingum“, á ekkert sálufélag með hinum tregðufulla,
áhugalausa og værukæra smáborgara. Hið þróttmikja
hatur hans á auðvaldinu, sem gerzt kemur fram í hlaða-
greinum hans og ritgerðum, er ekki alið i stofum borgar-
ans. Það er öreigans verk. Vægðarleysið, sem hann heitti
við borgarastéttina strax í upphafi ritferils sins fyrir
óheilindi hennar og afturhaldssemi, víkur aldrei frá
penna hans, og er skemmst að minnast þess, sem hann
rilaði um menninguna, að afloknu rithöfundaþinginu í
París, og birtist i þýðingu í „Rauðum pennum“ í fyrra.
Lífsgleði sína sækir Maxim Gorki til hinnar víðáttumiklu
náttúru lands síns og trúna á manngildið til samfélags-
ins við liið óbrotna fólk. Það er ekki óhugsandi að einn
feitur og ruddalegur skipskokkur eigi sinn þátt í því, að
Maxim Gorki varð rithöfundur, með þvi að berja hann
til þess að lesa bækur, þegar hann hafði sanna andstyggð
á öllu prentuðu, þó Kaljushny sé jafnan þakkað það að
hafa heint honum á rétta braut, af því hann varð fyrstur
til þess að fá birta eftir hann sögu á prenti. Að minnsta
kosti skarar þetta tillag kokksins langt fram úr þeim
blunnindum, sem liið unga skáld átti völ á lijá þjóðfé-
laginu.
Maxim Gorki þáði af rússneskri alþýðu þá gjaldvoð,
40