Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 41
sem entist honum til verka hans og því helgaði liann
henni starf sitt, ekki einasta í skáldritum sínum heldur í
látlausri baráttu fyrir frelsi hennar í ræðu og riti, og með
því að standa á verði gegn innlendum og erlendum árás-
um á samtök alþýðunnar. Það er því bara venjulegur
borgaralegur hégómaskapur, þegar borgarastéttin fer að
eigna sér liið heimsfræga nafn Maxim Gorkis, enda vildi
hún aldrei viðurkenna hann til fulls. Nóbelsverðlaunin
fékk liann aldrei. Kannski liefir horgarastéttin verið
minnug þess, sem hann ritaði um Naphta-iðjuver Nóhels
i Baku.
Það var ekki síður skapgerð Maxim Gorkis en ytri að-
stæður, sem gerði liann að öreigarithöfundi og bylting-
armanni en ekki að stofuprýði borgaranna. Maður þarf
ekki annað en líta á andlitsmynd hans til þess að sann-
f'ærast um þelta, enda sagði gáfaður, íslenzkur alþýðu-
maður við mig fyrir skömmu: Á Gorki er ekki yfirstétt-
arandlit.
Það er ef til vill nauðsynlegt að rifja upp fyrir sér nokk-
uð af æfiatriðum Maxim Gorkis til þess að rökstyðja bet-
ur það, sem að framan hefir verið sagt.
Alexej Maximvitsj Peschkoff (Maxim Gorki var rit-
höfundarnafn hans) fæddist 16. marz 1868 í Nishni-
Novgorod við Volgu. Fjögra ára gamall missti hann föð-
ur sinn og byrjar þá fyrir honum hörkulegt líf í fátækt.
Fyrir augu hins lilvonandi skálds har fátt annað en ömur-
leiki allsleysisins, kryddaður áflogum druklcinna manna
og smánarlegri meðferð á þeim, sem minni máttar voru.
Sjálfur varð hann snemma fyrir þeirri reynslu hvað fá-
tækir lítilmagnar verða að þola. Hann varð til dæmis á
hverjum degi að safna tuskum og öðrum úrgangi a sorp-
haugum bæjarins og selja til slyrktar heimilinu, og fékk
af því mikla háðung lijá skólasystkmum sínum, svo við
sjálfl lá, að hann héldist ekki við i barnaskóianum. Frá
þessum bernskutímum átti hann aðeins eina hjartfólgna
endurminningu, endurminninguna um ömmu sína, sem
41