Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 42
hann kallar sinn ástfólgnasta vin og beztu manneskjuna
undir sólinni. Sög'ur hennar gleymdust honum aldrei
og hann hefir sagt okkur söguna af henni með svo kryst-
alshreinni list, að hókmenntirnar hafa ekki upp á annað
betra að bjóða.
Um tólf ára aldur fer liann að vinna fyrir sér algerlega
og' það var hinn lireinræktaði þrældómur, sem hann var
hnepptur í, jafnt virka daga sem helga. Loks strauk hann
og komst að við diskaþvott á skipi, sem gekk eftir Yolgu.
Eftir það fékkst hann við ýmisleg störf til að halda í sér
lífinu; auk þess sem liann flakkaði var hann matsveinn á
skipi, búðarmaður, aðstoðarleikari, hafnarverkamaður,
umsjónarmaður með liúsabyggingum, söngfugiaveiðari,
bakari, garðyrkjumaður, dyravörður, kórsöngvari við óp-
eruleikhús, næturvörður, kennari, járnbrautarvörður,
skrifari hjá lögfræðingi, vegavinnumaður, ritstjóri o. fl.
Jafnframt þessu reyndi liann að mennta sig og gerði til-
raun til að komast í lærðan skóla í Ivasan, en fátækt hans
aftraði honum frá þvi að dveljast þar. Til þess að þurfa
ekki að liggja uppi á fátækum vinum sínum, leitaði liann
athvarfs í kjallara á húsi, sem liafði brunnið, og lifði á
lilaupavinnu við liöfnina.
Á þessuni árum ferðaðist hann mikið um landið, mest
fótgangandi, til þess, eins og liann segir sjálfur, að kynn-
ast landinu og þjóðinni, en ekki bara til að lifa á flækingi;
því þó mikil áherzla hafi verið lögð á það af sumum, að
Maxim Gorki hafi verið reglulegur „bosjaki“ (berfætling-
ur, þ. e. betlari og flakkari), átti hann þó aldrei verulega
samleið með þessum vesalings mönnum, sein nauð og
uppeldisleysi liafði rekið út úr samfélaginu við aðra menn.
Hann dáðist einmitt alltaf að hinum dáðríku mönnum,
sem meta lífið mikils og reyna að fegra það á einhvern
hátt. En hann kynntist „berfætlingum“ og lýsti þeim af
sinni alkunnu list. „En þeir voru,“ segir hann, „ennþá
hræðilegri og örvinglaðri en ég fæ lýst“.
Á þessum árum átti Maxim Gorki mikið samneyti við
42