Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 43
ýmsa róttæka menntamenn og verkamenn og vann að út-
breiðslu kenninga þeirra, enda sat hann oft í fangelsi og
var lengi undir lögreglueflirliti. Réttlætistilfinning hans
og þekkingin á liinni miskunnarlausu kúgun fátækling-
anna og andstyggð hans á borgarastéttinni og embættis-
mönnunum lilaut að reka liann beint í faðm þessara bylt-
ingarsinnuðu manna. Maður, sem ekki gat liorft á það, að
götustelpu væri misþyrmt, án þess að lenda í slagsmálum
út af þvi, eins og Maxim Gorki gerði einu sinni, var ekki
líklegur til að fylla þann flokk, sem mergsýgur fátækt og
ógæfusamt fólk, til þess að geta lifað hóglifi hins hug-
sjónasnauða borgara.
Að þetta líf hefir ekki verið eintómt gaman, má meðal
annarsl marka á því, að Maxim Gorki gerði einu sinni til-
raun til að fyrirfara sér. Honum mistókst að skjóta sig
til bana, en kúlan fór í gegn um annað lungað og orsakaði
það, að liann var jafnan veill síðan.
Það er of langt mál að segja frá því hér, þó það sé freist-
andi, hversu óþreytandi Maxim Gorki var að vinna að
málum hins byltingarsinnaða flokks, sem liann fyllti á
þessum tímum og allri þeirri illu meðferð, sem hann varð
að sæta fyrir það af hálfu stjórnarvaldanna. Aðeins má
minna á það, að liann var um tíma meðritstjóri „Samars-
kaja Gaseta“ og vekur þá slrax eflirtekt á sér fyrir hinar
hlífðarlausu ádeilugreinar sínar. Hann skrifaði þessar
greinar undir dulnefninu Jehudiel Chlamida og fengu
kau])inenn, iðjuhöldar, horgarstjóri og biskup óspart að
kenna á penna hans. Hann fletti þar ofan af mörgu, sem
ekki þoldi dagsins ljós og var alltaf á verði gegn arðráni
og kúgun verkalýðsins.
Þó mönnum sé það tamast að líta á Maxim Gorki sem
skáldritahöfund, eru blaðaritgerðir hans stór þáttur í
starfi hans og langt frá því að vera sá þýðingarminnsti.Það
fullnægði hvergi nærri þörf þessa afreksmanns að sitja
við samningu skáldsagna og leikrita. Hann varð að taka
virkan þátt í aðkallandi daglegum málum þjóðfélagsins
43