Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 44
og menningarinnar, og þá voru ritgerðirnar það vopnið,
sem bezt hentaði.
Árið 1892 kemur Maxim Gorki aftur til Nishni-Novgo-
rod eftir margra ára fjarveru og flakk, sezt þar að og
kvænist. Hann byrjar þá að skrifa fyrir alvöru, en verður
jafnframt að vinna fyrir sér á annan hátt. Fjárhagur hans
var svo þröngur, að hann varð að búa í gömlu baðhúsi hjá
presti einum. Þar sat hann á nóttunni og skrifaði i kuld-
anum, klæddur öllum þeim flíkum, sem hann átti, með
teppi á herðunum.
Nú rekur hver skáldsagan aðra og liann skrifar mörg
Jeikrit. Hann nær brátt ákaflega milíilli lýðliylli, þrátt fyrir
allar tilraunir stjórnarvaldanna til að liindra það, með því
að banna bækur lians að sumu eða öllu leyti, neita um
leyfi til að sýna leikrit hans og setja liann í fangelsi fyrir
upplognar sakir. Jafnframt ritliöfundarstarfinu liafði
hann mörg áliugamál, sem hann vann að. Hann gekkst
fyrir samslíotum til að koma upp liæli fyrir „berfætlinga“,
slóð fyrir árlegum jólaslcemmtunum fyrir l)örn, þar sem
útljýtt var fatnaði og fleiri gjöfum lianda þúsund hörnum
og reyndi á allan liátt að sameina alla listamenn og
menntamenn borgarinnar til að vinna að bættum líjörum
hinna bágstöddustu. Einnig liélt hann alltaf sambandi við
hin byltingarsinnuðu öfl í landinu og lagði þeim liðsinni
sitt. Og nú hafði hann fengið biturt vopn í hendur: listina.
Það var ekki svo þægilegt að ásaka liann fyrir ólöglegan
áróður í verkum sinum, það var ekki vogandi að ganga
allt of mikið í berhögg við þá list, sem hlotið liafði viður-
kenningu í öllum menningarlöndum Evrópu. Valdliafarn-
ir stóðu alveg ráðþrota andspænis þessari hardagaaðferð.
Þó fór svo síðast, að lionum var bönnuð landsvist í Nislini-
Novgorod.
Svo kom árið 1905 með sinn „blóðsunnudag“, þegar
zarinn lét skjóta á verkamenn, sem fluttu honum bænar-
skrá frá alþýðunni, fyrir framan vetrarhöllina í Péturs-
borg. Maxim Gorki var þar viðstaddur og skrifaði á eftir
44