Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 46
an ritliöfund og sósíalista er það móðgun að vera elskað-
ur af borgurum.......Þegar alþýðan í Rússlandi liefir
náð völdunum í sínar hendur, mun bún minnast þess, að
franskir bankaauðmenn lijálpuðu Romanoff-fjölskyld-
unni til þess að berjast á móti frelsi, réttlæti og sann-
leika.....“
Á ferð sinni til Ameríku skrifaði Maxim Gorki skáld-
söguna „Móðirin“, eitt af snilldarverkum sínum og hugð-
næmustu baráttusöguna í heimsbókmenntunum.
Eftir atferli sitt í úllöndum átti Maxim Gorki ekki aft-
urkvæmt til Rússlands fyrst um sinn og dvaldist á ýms-
um stöðum í Evrópu, þangað til árið 1913.
Maxim Gorki barðist frá upphafi gegn heimsstyrjöld-
Inni og stofnaði í þeim tilgangi tímaritið „Letopis“ árið
1915. Þar ritaði hann svo ósleitilega móti stríðinu, að
íhaldið og hinir „frjálslyndu“ borgarar og föðurlands-
vinir sameinuðust í örvæntingarlirópinu: Frelsið oss frá
Gorki!
í byltingunni 1917 varð nokkur meiningarmunur með
Maxim Gorki og Lenin um aðferðirnar til að vinna bylt-
inguna og koma fótum undir liið nýja verkalýðsríki.
Maxim Gorki átti örðugt með að trúa því, að unnt væri
að gera byltingu, sem orðið gæti til frambúðar, með
þessum menntunarsnauða, kúgaða almúga, sem hann
þekkti svo vel af eigin reynd, án þess fyrst að upplýsa
hann og lirífa undan andlegum áhrifum valdastéttanna.
Það sýndi sig þó brátt, að Lenin hafði verið skarpskyggn-
ari og endaði þessi ágreiningur á því, að Maxim Gorki fór
á fund Lenins. Árangurinn af þeim fundi var sá, að Max-
im Gorki gerðist einn af ötulustu forvígismönnum upp-
byggingar lista og vísinda í Sovétríkjunum og tók mikinn
þátt í skipulagningu bókaútgáfanna, og 19. desember
1918 er Maxim Gorki forseti fyrsta alþjóðaþings rithöf-
unda, sem haldið var í Leningrad.
Það ber ósjaldan við, að miklir ritliöfundar beygi út af
leið lífsins með aldrinum, hætti að sækja yrkisefni sín til
46