Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 47
liinna verandi viðfangsefna mannkynsins og verði svo að
segja sínum eigin penna að bráð. Áhugi þeirra á grózku
samtíðarinnar ýmist þver og þeir taka að rita endurminn-
ingar sinar eða draga feng úr djúpi löngu liðinnar sögu,
eða þeir varpa öndinni mæðulega, þegar þeir líta yfir bar-
áttu mannkynsins, sem þeir eitt sinn voru fullir eldmóði
fyrir, en sjá nú ekkert annað en tilgangsleysi í. Tveir sam-
landar Maxim Gorkis hverfa af leiksviðinu með þessar
neikvæðu niðurstöður. Dostojevski segir í auðmýkt:
Beygðu þig stolli maður, og Tolstoi ráðleggur: Beitið ekki
valdi gegn hinu illa. Knut Hamsun skrifar að afloknu ver-
aldarstríðinu „Gróður jarðar“, hinn mikla lofsöng til jarð-
arinnar með ákveðinni samúð á hinum lífsflótta frum-
manni, sem segir skilið við samfélag sitt og nemur land í
óbyggðri heiði. Einangrun einstaklingsins er lokasvar
Hamsuns við heimsstyrjöldinni, þessum félagslega
árekstri. Hinir minni spámenn borgarastéttarinnar flýja í
allar áttir fyrir veruleikanum. Aldous Huxley býður
mönnum upp á Útópiu með kemisk-tilbúnum mönnum,
sem liljóta að vera ánægðir með lifið,af því þrælar og herr-
ar eru húnir til livorir úr sínum kemiska samsetningnum.
Aðrir skrifa langar bækur um sjálfa sig eða ekki neitt, og
undir merki þýzka hælakrossins kafna bókmenntirnar i
hernaðaráróðri og kynþáttahatri.
Meðan þessu fer fram, vex stöðugt hinn skapandi kraft-
ur Maxim Gorkis og list lians blómgast þrátt fyrir það, að
árin færast yfir hann. Eftir byltinguna semur liann marg-
ar skáldsögur, auk óteljandi ritgerða, og stendur fremstur
i floldd i þvi feikna starfi, sem unnið hefir verið í upp-
byggingu rússneskra bókmennta. Hvað veldur þessum
mun á honum og ýmsum öðrum rithöfundum samtíðar
lians? Maxim Gorki hefir að nokkru leyti svarað því sjálf-
ur, þar sem liann segir: „Ég hefi aldrei verið aðeins rit-
höfundur. Alla mína æfi liefi ég tekið virkan þátt í margs-
konar félagslegum málum . ... “ Sannleikurinn er sá, að
hin margvíslegu störf hans í þágu verkalýðsins, hið órjúf-
47