Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 48
andi samband lians við hann og þrollaus áhugi fyrir þjóð-
félagsbyltingunni hefir verið sá Mímisbrunnur, sem skáld-
ið hefir ausið af. Þangað hefir Maxim Gorki sótt sannfær-
ingarkraft sinn um sigur réttlætisins unninn af mönnun-
um sjálfum undir merki veruleikans. Hann hefir afsann-
að þá „speki“, að list og bylting séu ósamrýmanlegar, að
listamaðurinn verði að standa utan við lifið, vera áhorf-
andi en ekki þátttakandi.
Þegar bókmenntirnar bjóða aðallega upp á bölsýni,
guðsótta og dulspeki, skrifar Maxim Gorki bækur eins og
skáldsöguna „Móðirin“ og leikritið „Féndurnir“, þar sem
hann sýnir, hvernig verkalýðurinn þróast af eigin ramm-
leik frá því að vera barðir þrælar til sjálfvitugra liðs-
manna í baráttunni fyrir eigin frelsi.
Fáir hafa sýnt betur fram á það en Maxim Gorki í raun-
sæisskáldskap sínum með hinum sönnu og lifandi persón-
um, að dýrseðlið er ekki, þrátt fyrir allt, hornsteinninn í
eðþ mannsins, en að það sem niðurlægir hann og gerir
hann ógæfusaman, er það skipulag, sem byggist á einka-
eignaréttinum og heimildinni til að arðræna og kúga aðra
menn. í öllum verkum hans kemur þetta fram. í endur-
minningasögum hans „Bernska mín“, „Hjá vandalaus-
um“„ „Þrjár manneskjur“, „Móðirin“ og víðar, er lýst
fólki, sem elst upp í hjátrú og allsleysi, venst á lesti og
drýgir glæpi, er óliamingjusamt og skortir alla menntun
og siðferðisþekkingu. En djúpt í sál þess liggur falinn
neisti hins góða og óskin um fegurra lif. Og leiðin til þess,
að sá neisti geti orðið að hjörtu báli, er skýlaust mörkuð
hjá höfundinum. Hér dugir ekkert kák, engar nýjar bætur
á gamalt fat.
í „Artamonoff“ er sýndur sigur borgarastéttarinnar yfir
aðilunum; en ekki er sá sigur lausnin. Auðurinn í iðn-
aði og verzlun borgarastéttarinnar verður að nýju
kúgunartæki i höndum manna, sem voru kannski ennþá
þröngsýnni, lieimskari og tregðufyllri en aðallinn hafði
verið. Kjör verkalýðsins, fólksins, sem framleiðir öll verð-
48