Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 49
inætin og möguleikana til þróunarinnar, batna ekki hót
við þessar umbætur. Nei, lausnin er valdataka verkalýðs-
ins sjálfs. Hún og ekkert annað getur leyst úr læðingi þau
öfl, sem eru þess megnug að hefja mannkynsheildina upp
á hærra menningarstig.
Þetta er sá boðskapur, sem þessi mikli meistari orðsins
hafði að færa mannkyninu. Verk hans eru engin tilviljun,
efnin ekki valin af handahófi. f þeim birtist saga hinnar
rússnesku þjóðar skoðuð í ljósi veruleikans. List hans er
eins og safngler, sem sameinar alla þræði sögunnar; á bak
við það er skarpskyggnt auga hugsuðarins, sem skynjar
rök atburðanna, ómútuþægur skynsemisandi, sem and-
varpar ekki yfir getuleysi á því að bjarga mannkyninu,
heldur dregur ályktanir af reynslunni og bendir á leiðina;
heitt og gott hjarta, fullt samúðar með hinum þjáðu og
lítilsvirtu.
Þróunarsaga rússnesku þjóðarinnar í verkum Maxim
Gorkis er ekki útfærð í flötu, líflausu skýrsluformi, það er
lífið sjálft sem talar.
Hin stórkostlega lífsreynsla höfundarins, listræn nær-
færni hans og mannvit gerði hann skyggnan. Og hinn mik-
ilfenglegi sigur þjóðar hans í menningarbaráttunni lyfti
honum upp í Hliðskjálf, þaðan sem hann í síðustu verkum
sínum sér of alla heima og grundvallar í bókmenntunum
nýtt viðhorf með útsýniyfirfortiðogframtíðþróunarinnar.
Hin dæmalausa vandvirkni Maxim Gorkis í meðferð
máls og stíls og lotning hans fyrir sannri list gerði hann
að sjálfsögðum leiðtoga og meistara hinna ungu Sovét-
rithöfunda. Hundruðum saman sendu þeir lionum handrit
sín til gagnrýni og umsagnar. Ekkert þeirra fór frá hon-
um ólesið. Öllum gaf hann leiðbeiningar. Hann var óþreyt-
andi að byggja upp liið andlega lif, jafnframt því sem
verkamennirnir reistu verksmiðjur og skipulögðu at-
vinnuvegina. Starf hans eftir byltinguna er risavaxið og
ómetanlegt. Hann yngdist upp með þjóðinni sinni og skaut
nýjum frjóöngum eins og liið unga ríki.
49