Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 53
Vor sigur ber þess vitni og sannar vorri tíð,
að Sá, sem er vort lögmál og styrkur ár og síð,
mun ennþá líta í velþóknun á Israelslýð.
IV.
MARÍA MAGDALENA.
Tvær hvítar dúfur, læstar snöru, er lætur
í laufi dyljast slægur veiðisveinn —
svo mér, ó herra, fundust þínir fætur,
er flaut um þá mitt hár, við kveldverð einn.
Því kveldi, er þá ég þvoði, ei sál mín glatar,
né þessum degi, er líkingu af því ber:
tvær hvítar dúfur, deyddar oss til matar —
svo drúpa á nagla fæturnir á þér.
V.
LÆRISVEINNINN SEM HANN ELSKAÐI.
Sjá hendur þær, sem brauðið hafa oss brotið
og borið kaleik vínsins oss að munni!
Af þeim hinn særði hefir lækning hlotið.
Þeim hljómi lof og dýrð frá krossins grunni.
Þær dugðu til að blessa, gefa og græða,
en grípa, og halda sínu ei þær máttu.
Er úr þeim stundum magn dró þreyta og mæða,
í mínum lokkum hvílubeð þær áttu.
VI.
LILJUR VALLARINS.
Vér liljur vallar vinnum ei né spinnum,
en vegsemd klæða sést þó hvergi slík.
Þú barst vort hrós þeim heimi mörgum sinnum,
sem heyir daglegt stríð um brauð og flík.