Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 57
hans með þeim árangri, a'ð djúp laut myndast í holdið og
upp í gegn um dýpi þess stígur langdregið andvarp, sem
gárar slétt yfirborðið á liinni kyrru morgunværð.
Frú Magnúsína híður heila mínútu eftir því að sjá aug-
Ijósara lífsmark með eiginmanninum, en án árangurs.
Lífsmarkið fjarar út aftur hægt og þreytulega, maðurinn
hættir að anda, nema með köflum, og sýður og kraumar
einhversstaðar langt niður í honum þess á milli líkt og
fúnu dýi austur í sveit. Hún virðir liann fyrir sér stundar-
korn, án þess að hafast nokkuð að. Svo þrýstir liún dálítið
a síðuna á honum í tilraunaskyni, það minnir líka á fúið
dý, sem allt lætur undan og skelfur og hristist.
— Pu--------segir hún i liálfkæringi, líkt og hún hefði
andað að sér fýlu, en er þó miklu nær því að sættast við
kringumstæðurnar heldur en áður. Svefndrunginn er nú
um það Ieytið að víkja fyrir hinum nýja morgni, sem er
sunnudagsmorgun. Magnúsína sezt upp í rúminu og strýk-
ur á sér lærin, hún er gigtveik og nuddar á hverjum
rnorgni aumuslu blettina sér til heilsubótar. Þegar því er
lokið, klæðir hún sig og raular á meðan gamlar visur og
sálmavers, svoleiðis eins og hún er vön.
— Sofðu þá, sauðurinn, þangað til ég kem með kaffi-
dreitilinn í vömbina á þér, bætir hún inn í eitt þeirra,
blíðari en fyrr og ber greiðuna nokkrum sinnum í liárið.
Síðan fer hún fram. Þriggjaherbergjaíbúðin þeirra, á
þriðju hæð í hinu gulmálaða timburhúsi við götuna, skipt-
ist nú til helminga á milli svefns og vöku. Frá eldhúsinu
herst slitróttur söngur og raul ásamt öðruni rólegum
skarkala, en frá svefnherberginu þungahljóð og sog
áreynslumikilla svefnfara. Þessar tvær óskyldu tegundir
af milduðum hávaða mætast svo á miðri leið í sjálfri
stofunni og renna þar saman í eina hæfilega hlöndu eins
og kaffi og rjómi, sem hellt er í sama bollann. Inn í þessa
samræmdu og friðsælu liljóðheild heimilisins ryðst svo
við og við hinn óstaðbundni glymur götunnar, þegar bif-
reiðarnar þjóta fram hjá. Og þær flauta langt vestur frá,
57