Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 58
því þar er liorn, og halda áfram að fjarlægjast, unz allt
er kyrrt á ný nokkur augnablik.
Svo er það, að Tobías vaknar. Hann vaknar mjög
skyndilega og ætlar þegar í stað að rísa á fætur en áttar
sig svo strax á því, að þetta er helgur morgunn framan
við helgan dag. Hinar stóru hækur verzlunarinnar, með
sin rauðu og bláu strik, sem hann sveiflar liprum penna
sínum eftir frá morgni til kvölds, þær eru alls ekki guð-
spjall dagsins í dag. Og þær liða aftur burt úr huga lians
með sitt „debet og kredit“, skiljandi eftir þokureifaða vel-
sælukennd án nokkurs innihalds. Það er ekld fyrrenMagn-
úsína kemur með kaffið og tvíbökurnar, að hann raknar
upp úr þessum þægilega dvala. Hann þolir liinar venju-
legu morgunákúrur hennar, sem í þetta skipti ganga út
yfir rúmleti hans, með engu minna jafnaðargeði heldur
en áður. Og þegar hún er aftur farin fram og hann aleinn
með kaffið sitt, þá man hann fyrst eftir hinni nýju hug-
sjón, sem risin er upp innan verzlunarmannafélagsins
fvrir fáum dögum. Þeir hafa tekið sig saman nokkrir og
ákveðið að stofna bridge-klúbb eftir enskri fyrirmynd.
— Det er Dagens Opgave, liafði sá danski vel og rétti-
lega komizt að orði, enda þaulvanur að koma fyrir sig
orði á bæjarstjórnarfundum og í Ií. F. U. M.
Og Tobías hugsar um þetta fram og aftur og hagræðir
sér í aðdáunarblandinni gagnrýni á gangi lífsins um leið
og hann borðar tvíbökur og kex bleytt í kaffi. Hann er
náttúrlega ekki að halda því fram, að liann sé einhver
fursti, þar sem hann er nú ekki einu sinni húseigandi, en
hver hefði þó spáð því fyrir honum, þar sem hann var að
alast upp austur á Rangárvöllum í skitnum og fátæktinni,
eins og þar var þá, að hann ætti eftir að verða einn aðal
starfsmaðurinn við stórt verzlunarfyrirtæki í Reykjavík
og stofna spilaklúbba með bæði innlendum og erlendum
stórmennum? — Það breiðist ánægjulegt bros út yfir
þokkalegt andlit hans og hefir þar dálitla viðdvöl, en
hverfur síðan aftur heim til sin — inn í sálina. Og Tobías
58