Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 59
sér, að það er fullt eins gott að klæða sig strax eins og gera
]>að seinna, enda gerir hann það. —
Svo er liann þá loksins búinn að dubba sig upp og raka.
Hann er lagztur upp í stofudívaninn með Morgunblaðið
milli handanna í þeim tilgangi að öðlast eitthvað af þeirri
jarðnesku sælu, sem liann á heimtingu á eftir morgun-
annimar. Hann hefir líka gaman af ýkjulausum fróðleik
og er hugsjónamaður, hefir enda keypt Morgunblaðið í
luttugu ár, oft lesið það á fastandi maga. — Frú Magnús-
ína er nú farin að raula fimmtiu ára gamlan polka að
austan yfir dilkakjötssúpupottinum frammi i eldhúsi og
virðist vera komin í algerlega liættulausa skapsmuni. Frið-
ur, öryggi og ró færist yfir Tobias, allt í senn, og liann
hverfur ennþá lengra inn í heim stjórnmálanna. Hann
er farinn að kýma inn í opnur blaðsins, þar sem sniðug-
lieitin eru tvímælalausust. Þó er það eitthvað, sem hann
vantar enn þá, — eitthvað, sem hann er eiginlega að biða
eftir. Það er eitt eða annað, sem hann hefir átt von á til
þess að fullkomna hamingju morgunsins, og enn þá er
ókomið? Hann lyftir mjóbakinu og ístrunni litið eitt, lætur
liana svo síga aftur og ræskir sig friðsamlega. Það fer í
raun og veru óaðfinnanlega um þau tvö hundruð kjölpund,
sem skaparinn hefir tyllt utan á þessa hólpnu sál. Svo lýk-
ur hann við blaðið og lætur það detta á gólfið. Hann held-
ur áfram að liggja á bakið og horfa upp í loftið. Loks
geispar hann. En nú kemur frú Magnúsína inn í stofuna.
Hún er feitlaginn kvenmaður um sextugt og á erfitt með
gang.
— Helvíti er að sjá þig, Tobias, þarna flatmagar þú eins
og stórgripur og dregur ýsur og komið hádegi, segir hún
og tyllir sér á stólbrún og leggur hendurnar á magann og
horfir á Tobías. Svo hlær hún hátt og elskulega að engu,
því nú er allt ergelsi hennar nýbyrjuðu elli einliversstaðar
fjarverandi, horfið bak við sjóndeildarhring augnabliksins
eins og ský, — nú ríkir heiðríkja innan heimilisins.
— Ætlar þú að fá þér einhverja matarrjátlu í dag, kall-
* 59