Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 60
inn minn? spyr liún síðan og hristist öll og skelfur af
órökstuddum hlátri. Tobías hallar höfðinu á púðanum
og rennir til hennar augunum. Hún horfir á hann og held-
ur áfram að hlæja. Þá reynir Tobías að risa á fætur og
getur það rétt strax, roðnar aðeins ákaflega um leið.
— Magga, segir hann og íklæðist sunnudagajakkanum
sínum, sem hangið hefir á stólbalci — hafa þeir ekki kom-
ið með „Gáítaþef“ ennþá? — Hann man allt í einu, að
það er Gáttaþefur, sem hann hefir vanhagað um allan
morguninn.
„Vantar þig nú Gáttaþef, aumingja gamli kallinn, gamli
kallinn, gamli kallinn minn? Svo fer hún að syngja. Það
eru gamlar söngvísur að austan, frá þeim árum, sem löngu
eru liðin. í söng hennar felst fullkomið skeytingarleysi
fyrir áhugamálum mannsins.
— Þeir voru að segja mér vestur í búð í gær, heldur
hann áfram ótruflaður, að hann ætti að koma út í dag
með mynd af nýjasta hneyksli bæjarins. Þeir nasa það
nokk upp kallar þeir.
— Þeir nasa það og nasa og kallar og kallar, syngur
hún áfram og breytir orðum lians jafnóðum í ljóð og.
söng. Þau ganga síðan út i eldliúsið, þar sem dilkakjöts-
súpupotturinn þeirra sýður á gasinu, en frú Magnúsína
er búin að skrúfa fyrir það, og hún er líka búin að breiða
hvítan dúk úr vefnaði ofan á lavítan vaxdúkinn, sem er
sá raunverulegi hversdagsldæðnaður eldhússborðsins
hennar.
Og það er gluggi á eldhúsinu, sem snýr til norðurs og.
sjást út um hann nokkur mismunandi löguð hús, ekki
stór, einnig dálítið blátt brot af sjálfum sjónum. Hinu-
megin við allt þetta stendur svo fjallið. Það er bæði stórt
fjall og bratt, sem oft á tiðum sézt ekki að ofan, ef hann
er þykkur, svo hátt er það. En nú er sólskin, og Tobías
sér það greinilega þarna hinumegin við húsin og sjó-
inn og hefir gaman af að æfa sjónina á því að horfa svo
iangt og minnast þess, þegar liann á árunum hafði þá
60