Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 61
■dirfsku og líkamsstæliugu iil að bera, að ráðgera í fullri
alvöru að ganga upp á fjallið og hafa með sér kiki og
nesti, reyndar lxafði aldrei orðið neitt xir því, en —--
ja, því sagði liann það: ungdómurinn lét sér ekki allt fyrir
hi’jósli brenna, en hann vantaði lika hugsanaalvöru og
stefnufestu fullorðinsáranna. — Og svo brosir Tohías
laundrjúgt og mikillega framan i þetta grjótbláa og stóra
fjall hinumegin við sjóinn, ekki ósvipað þvi sem það
væri fermingarbróðir hans og gamall ærslafélagi, og hann
gerði nú hvorttveggja í senn, að fyrirgefa þeim yfirsjónir
hinnar liðnu og óforsjálu æsku og óska þeim til hamingju
með lxina djúpsæju, komandi elli.
En meðan Tobías hugsar allt þetta út við gluggann,
lætur frú Magnúsína tvenn hnífapör á borðið og diska hjá
og súpu á diskana, en dilkakjötsspaðbitana í hrúgu á sér-
stakan disk sporöskjulagaðan mitt á milli. Eftir það segir
liún fyrir aftan manninn sinn bæði við sig og aðra áheyr-
endur:
— Svona, ég fer nú að éta. Ég ét nú fyrir sjálfa mig,
hvað sem þ i ð gerið. Það eru einskonar mótmæli gegn fá-
menninu, þessi einkennilegi siður hennar, að tala til bónda
síns eins og hann sé margir menn. Á hernskuheimili
hennar í Flóanum höfðu aldrei verið færri en tuttugu í
heimili. Reyndar man hún eiginlega aldrei eftir því sjálf
nú orðið, en xmdirvitund hennar, sem hún er afar skeyt-
ingarlaus um, man eftir þvi, og neðan úr þögn hennar
berst þetta fleirtöluávarp upp til umheimsins. Það er eins
og ómur frá liðinni og óskildri tíð eða hjákátlegt viðlag
úr gleymdu Ijóði. — Svo fer Tobías líka að éta. Fyrst
breiðir hann þó pentudúkinn framan á brjóstkassann
sinn, og festir hann með þvi að troða einxx horninu hans
niður á milli flibbans og hálsins.
— Alltaf finnst mér eitthvað vanta, þegar rófurnar
vantar, segir liann sem inngang að máltiðinni og hyrjar
á súpunni.
— Ég veit nú ekki til, að rófurnar spretti upp úr gadd-
61