Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 62
inum frekar en önnur lífsbjörg, svarar Magnúsína blátt
áfram þessari fráleitu athugasemd, sem felur i sér ósk
um ófáanlegar rófur.
— Það er þá nýskeð, ef þú kannt vel við að vera rófu-
laus, andæfir Tobías gætilega sínu máli til stuðnings, reiðu-
búinn þó að stýra undan, ef hvessir. Til þess kemur samt
ekki, því nú er barið með klaufalegu offorsi á eldhús-
hurðina.
— Það er sjálfsagt einliver sveitamaðurinn. Það er alltaf
strollan af þeim úr verinu núna, segir Magnúsína móðguð
og ætlar að standa á fætur.
— Nei, láttu mig fara, þetta er Gáttaþefur. Hann bank-
ar svona strákurinn, sem ber hann út, andmælti Tobias
fullur viðvikalipurrar nærgætni við sína öldnu og giktar-
lösnu eiginkonu. Og hann stendur á fætur með þungu
átaki, svo brakar í ellliþurru timburgólfinu. En pentu-
dúkurinn með hinum nýju súpuhlettum blaktir til og lik-
ist íburðarlausu fortjaldi fyrir hinu mikla brjósti, þar
sem brjóstvitið hefir bækistöð sína og hugsjónirnar
blómgast í lijartanu.
Þvílikur er Tobías, þegar hann opnar eldhúshurðina
með eftirvæntingu, þvi Gáttaþefur er fyrirtaks skemmti-
legt blað með myndum og fyndnara en nokkur maður.
Svo er þiá hurðin opin, en enginn Gáttaþefur sjáanlegur
þar. Það virðist vera einhver tregða á því, að fá þessar
smáóskir sínar afgreiddar þennan morgun. Hér stendur
einungis einn stórvaxinn ungur maður í mikið frekar
ljótum sparifötum.
— Sæll, segir liann blátt áfram og laus við alla kurt-
eisi, dregur afar skítuga hönd upp úr buxnavasanum og
réttir hana að Tobíasi.
— Sæll og blessaður. Ja, þú ert þá kominn, Yilli minn.
Hvað segirðu lir verinu? Þetta er það, sem Tobias segir
allra fyrst. Þetta er lika Villi systursonur hans að austan,
tvítugur maður á leið heim til móður sinnar, búinn að
róa heila vertíð í Keflavík. Vitaskuld var faðir hans líka
62