Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 64
— Atlað hafi ekki tímann fyrir sér að nuddast af manni
fiskslorið, segir hann kæruleysislega; ég verð í moldar-
vinnu og fénaði allt vorið, og svo kemur slátturinn. Maður
hugsar nú ekki mikið um þvottana, meðan nóttin er björt,
fyrst maður á annað borð er ekki kvenmaður.
— Kvenfólkið, það getur satt verið, og stundum líka
■ómynd að sjá, andmælir frúin, en það er eins og ég hefi
oft sagt við ykkur, þið hugsið ekki um annað en skit og
vaðfís og rollur, þið þarna í sveitinni.
Yilli er orðinn fyrirlitlegur á svipinn.
— Hugsa! anzar hann og er búinn að taka upp vasahníf,
til þess að geta kroppað betur af hryggjarliðnum, ég hugsa
■aldrei neitt. Maður lætur það duga, að gera jörðinni eitt-
hvað til góða og passa fénaðinn. Ég sé ekki, hvað það þýðir
að vera að hugsa eitthvað út i loftið. Þá kemur Tobías
með sína skoðun á hugsuninni og er Ijúfur í bragði, eins
og hann á að sér:
— Það er náttúrlega ekkert vit fyrir menn, sem vinna
erfiðisvinnu, að brjóta mikið heilann, slikt á ekki við,
meira að segja af vitrum mönnum talið hæltulegt fyrir
])jóðfélagið, en þrátt fyrir það ætti hver maður að eiga
hugsjón, einhver áhugamál á sviði hugsananna. Þú ert nú
svo ungur ennþá, Yilli minn, en þetta kemur með aldrin-
xim, eftir því sem þroskinn færist yfir mann. Á þínum
aldri hefi ég sjálfsagt ekki liugsað mikið meira en þú. En
svo ég hlaupi nú úr einu i annað, hvernig líður honum
pabba þínum?
— 0, hann er bölvaður. Villi er mjög alvarlegur, þegar
hann gefur þetta svar og er nú búinn að borða.
— Ég er nú komin þetta til ára minna, eins og allir sjá,
segir Magnúsína og safnar tómu diskunum í vaskinn, en
ekki hefi ég heyrt neinn tala svona um hann föður sinn
veikan fyrr. Eða trúirðu ekki á guð?
— Guð? Ég geri nú litið að því að sletta mér fram í það,
sem mér kemur ekkert við. Reyndar fortek ég það ekki,
ef vel viðrar upp á jörðina og fénaðinn, að maður segi
€4