Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 65
sem svo, að það sé meiri guðsblessun þetta tíðarfar, eða
soleiðis.
— Á, gerið þið það þó, anzar Magnúsína mildari en
áður, þvi henni finnst þetta snertur af sómasamlegri trú.
— Það er það, sem ég er hræddastur við, mælir nú
Tobías af munni fram, að sveitafóik yfirleitt, sem vinnur
svona mikið, drepi alveg niður þær hugsjónir og gáfur,
sem því eru af guði gefnar. Ég á við, að öll æðri hugsun
þess kafni í stritinu fyrir morgundeginum, svo það njóti
sín í raun og veru aldrei. Ég segi fyrir mig, að ég er i litl-
um vafa um, að svo liefði farið fyrir mér, hefði ég haldið
áfram skitstritinu, þar sem ég ólst upp — án þess ég sé
þó nokkuð að gera lítið úr sveitavinnunni.
Villi hefir setið þögull og starað fram fyrir sig, eins og
liann lilýddi á messu.
— Já, livað sem því líður, þykir mér verst, ef strákur-
inn hefir ekki haft vit á að koma út hesthússhaugnum,
meðan deyfan liélzt um daginn, annars fer þelta allt í af-
rakstur, segir hann svo frekar við sjálfan sig en aðra, án
þess hann ætlist til, að það geti slaðizt sem nokkurt gild-
andi mótmælasvar gegn hinum mörgu og launvitru orðum
frændans.
— En meðal annarra orða, hvernig stendur á, að þeir
skuli ekki koma með Gáttaþef ? spyr nú Tobías með nýrri
raddsetningu og beinir spurningunni eitthvað langt út fyr-
ir vitsvið álieyrenda sinna, sem bersýnilega hafa mjög
takmarkaðar hugsanagáfur. Þeir svara lionum lieldur
ekki, en nú stendur Villi upp og segist fara, því hann ætli
ekki að missa af bíltroginu.
— Viltu ekki baunaseyði? spyr Magnúsína með vakn-
andi gestrisni og meinar kaffi.
— Nei.
— Þú ert ekki að slæpast lengi, þó þú komir í sollinn,
segir hún þá í viðurkenningarskyni fyrir svona milda
sjálfsafneitun að vilja ekki kaffi.
— Éld að sé nú flogist á fyrir austan, og stundum böll
65