Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 66
um sláttinn, held ég. Þessu ætlar frú Magnúsína að svara
eftir sínu höfði, en þá er allt i einu drepið framúrskarandi
lipurt á eldhússhurðina. Tobías er alveg viss i sinni sök.
Kom inn! kallar liann sigri lirósandi og setur á sig gler- >
augun. Það er afar myndarlegur maður, sem birtist í dyr-
unum. Fyrst stendur hann kyrr eitt augnablik, svo tekur
hann ofan hattinn og hneigir sig urn leið, og allt andlitið
ljómar af óforgengilegu brosi.
— Drottinn hlessi heimilið. Þetta eru hans óbreytt orð
og hann hneigir sig aftur og það alveg sér á parti fyrir
írúnni. En þá rís Tobías á fætur.
— Komdu nú sæll, John. Hvað er að frétta úr hænum?
Blessaður komdu inn fyrir, meðan þú segir fréttirnar.
— Elskan mín góða, má ekki vera að þvi. Ég er sendur
til þín frá Möller — að sækja þig. Yið verðum að fara að
lala eitthvað um klúbbinn okkar, maður. Þú mátt ekki
skorast úr leik, einn aðal séffinn. He —! Tobias reisir sig
i sætinu. Það fer straumur gegn um efnismikinn líkama
hans, og liugsjónin rís hvílþvegin upp úr smásævi hugs-
ananna. Og hann finnur allt í einu lil mikillar elsku á þess-
um unga og hrjúfa frænda sínum að austan, sem enn á
enga hugsjón, en er að öllum líkindum gott mannsefni,
eins og hann iá kyn til að rekja.
— Sjáðu John, hér á ég efnilegan frænda úr sveitinni.
Þetta er systursonur minn, Vilhjálmur. Dugnaðarpiltur.
—• Huhuhumm. —
— A----------so, segir hann langdregið og ástúðlega.
— Sælir. John Smith. Og hann réttir fram sína lipru og
hreinu verzlunarhönd. Villi virðist ekki verða fyrir neinum
geðhrifum af þessu, hann segir bara: Sæll, og fer að leysa
hnút á snæri, sem hann dregur upp úr vasa sínum. John
íirrtist auðvitað ekki af þessu, því hann er mjög siðmennt-
uð og víðsýn persóna, og þarna fer hann nokkrum hlýjum
orðum um sveitamenn yfir höfuð og síðast en ekki sízt
þá ungu menn, sem ekki yfirgefi sveitina sína, en halda
áfram að eiga þar heima og rækta jörðina — hann hefir
66