Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 67
nefnilega komizt að þeirri niðurstöðu, að það sé ekki svo
litil þörf að rækta jörðina. Hann mælir þetta allt í föður-
legum hátíðarómi til Villa, sem með útliti sínu gefur það
eldd til kynna, hvort liann lilusti á það. Síðan talar John
ekki meira um það, en lítur á klukkuna og sér, að þetta
dugar ekki. Tobías þerrar af sér svita og rís á fætur.
— Nú kem ég, segir liann og setur upp flókahattinn
sinn brúna, sem á sínum tirna kostaði tólf krónur í pen-
ingum.
— Ertu búinn að sjá Gáttaþef í morgun? spyr hann síð-
an með áhuga. Svipur Johns verður allt í einu verulega
lcýmileitur.
—- J:á maður, þú ættir nú bara að vita það! En ég er
hræddur um, að þú verðir að skemmta þér við eitthvað
annað í dag heldur en Gáttaþef. Hahaha!
Tobías skilur ekki hvað svona talsmáti eigi að þýða og
bara glápir. —
— Ég veit ekki, heldur gesturinn áfram, hvort ég ætti
að liafa orð á því, en mér var sagt áðan, að háttsettur mað-
ur liérna í bænum hafi keypt allt upplagið i morgun á tvö
þúsund krónur. — Annars má maður ekki vera að því að
hugsa um svoleiðis smámuni. Nú er það klúbburinn, sem
gildir.
Og John ýtir Tobiasi gætilega á undan sér út úr dyrun-
um. Þeir eru orðnir seinir fyrir og hætta á, að Möller fari
að óttast um þá, eins og oft vilja líka til bílslys núna. Villi
hefir ekki komizt út til þessa, þvi vinur frænda lians liefir
alltaf staðið í dyrunum, en nú notar hann tækifærið. Og
hann er dálitið gramur yfir töfinni og gleymir að kveðja
Magnúsínu, en gengur skóinn niður af Tobíasi i stiganum,
því honum liggur á, þar sem nú er byrjaður sauðburður
og óunnið á túnunum. Þegar út á götuna kemur, skiljast
leiðir þeirra. Hann lieldur austur í hugsunarleysið en þeir
tveir vestur til hugsjónanna. Og vorsólin sldn á hin gagn-
stæðu spor þeirra í rykinu.
En inni á þriðju liæð hins gulmálaða timburhúss við
67