Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 70
beini vanizt vondum húsakynnum og var fyrir löngu bú-
inn aö fá nóg af því, að skríða innan um þessi greni, en
þetta tók út yfir allt. Bærinn hafði verið lagður aftur
og var kindarlegg stungið í klinkuna, eins og á lélegu
fjárhúsi. Baðstofan var i þremur stafgólfum með tveim-
ur svolitlum gluggakrilum á suðurliliðinni, tvær rúður
voru í hvorum glugga og náði grasið í gluggatóftunum
upp á miðjar rúðurnar. Moldargólf var í allri baðstof-
unni mjög óslélt og illa um það gengið. Inni við stafninn
voru tveir upphlaðnir moldarbálkar, hvor á móti öðrum,
og átti að heita, að rúmstokkar væru fyrir þeim úr ó-
hefluðum borðum og einhverjar rúmgaflamyndir, dökk-
leitar af elli. Á bálka þessa liafði verið kastað heyi, sem
nú var farið að mygla. Baðstofan var ekki undir súð,
lieldur var reft þvers og kross á langbönd og fyllt á
milli með tróði. Þessir eldgömlu viðir voru fullir af fúa
og skúmi og lagði mér ódaun fyrir brjóst, þegar ég skreið
inn í þessa boru. Veggirnir og stafninn voru berir að
öðru leyti en því, að einhverjum bréfum og druslum liafði
verið tjaslað á vegginn yfir öðrum bálkinum og neðan til
á stafninn, til þess að hlífa þvi að moldin hryndi niður.
Ég ætla ekki að lýsa því, hvernig mér leizt á þessi húsa-
kynni, bjargarlítill undir veturinn. Mér datt í hug útilega
þeirra Fjalla-Eyvindar og Höllu og þótti sem lítið væri
orðið lir loftköstulum Sigurlaugar, konu minnar. En ég
fann, að hér varð engu um þokað. Ég bar dótið mitt inn
í bæjardyr og rölti síðan kring um bæinn. Þarna var allt
vafið grasi og útsýnið ekki ljótt, en metnaði mínum og
vonum var ofboðið með þessu hreysi, og sólskinið, sem
gyllti alla þessa örlnrgð, var í hrópandi mótsetningu við
myrkrið í liuga mínum. Ég var að visu sæmilega fataður
og þriflegur undan sumrinu og hafði milda löngun til
þess að koma öðrum mönnum fyrir sjónir eins og sið-
aður maður, en mér stóð uggur af því að flytja þannig
félaus í aðra sýslu og hafa hreppstjórann fyrir niágranna.
Á gangnadaginn fluttum við Sigurlaug að Mosfelli, og
70