Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 71
verður mér það lengi minnisstætt, þegar við vorum að
húa um oklcur í kotinu og leggja sængurfötin niður í
þessa óþrifabálka. Yið áttum góð sængurföt í annað rúm-
ið og svaf konan þar með bæði börnin, en ég hreiðraði
um mig í liinu rúmstæðinu við mín gömlu sjókojuföt.
Við fundum gamalt hurðarflak frammi i bænum, tjösluð-
um því upp við stafninn og kölluðum það borð.
Mér rann til rifja að eiga enga skepnu, þegar ég sá
hinar stóru fjárbreiður á gangnadaginn hópast saman í
fjallinu. Þó kotið væri illa hirt, liefði verið öðru máli að
gegna að hýrast þar, ef ég hefði átt eina kú, eitt hross og
nokkrar kindur, en slíku var ekki að fagna, það var líkast
])ví sem ég væri staddur úti i eyðimörk með fjölskyldu
mína og engrar bjargar væri að leita.
Ég dáðist að því, hvað Sigurlaug var kjarkgóð, liún bar
þetta basl allt miklu betur en ég. Hún stakk upp á þvi, að
við tækjum upp mó úr svolitilli mógrafarliolu utan og
neðan við bæinn. Þetta kom oltkur að gagni seinna um
veturinn, þvi það var hægt að svæla sverðinum með nógu
miklu hrísi, sem ég reif upp alveg miskunnarlaust hverja
stund, sem ég gat, og safnaði til vetrarins.
Um liaustið liélt ég til úti á Sauðárkróki, ýmist við
róðra eða vinnu í landi, eftir að sláturtíðin byrjaði, og
ætla ég ekki að lýsa þeim erfiðleikum, sem ég átti við að
koma matbjörg upp að Mosfelli, og kom mér það að góðu
haldi, að ég var vanur þvi að leggja þungt á bakið, enda
rogaðist ég með þunga bagga að kalla mátti í hvert skipti,
sem ég fór heim, og staulaðist oft í myrkri á kvöldin. Geklc
ég þá marga nóttina þreyttur og kviðafullur til svefns.
Það voru mikil umbrot i sál minni um þetta leyti. Ég
sá, að teningunum hafði verið kastað og það komið upp í
minn hlut að eiga við þrotlaust basl og bágindi að striða,
eins og sekur skógarmaður. Hvað hafði ég til saka unnið ?
Kvænzt í örbirgð og haldið tryggð við konu og hörn. Að
hlaupa frá þeim eitthvað út i buskann var svo fráleitt
minni lífsskoðun, að það gat ekki komið til greina. Ég var
71