Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 72
rígbundinn við þessar skyldur og varð að leggja fram alla
krafta.
Það bar til eitt kvöld um haustið, að ég var á ferðinni
neðan af Króknum upp að Mosfelli. Þetta var í stilltu
veðri og blíðu, en ég fann, að mér þyngdi alltaf meira og
meira i skapi. Það var ekkert útlit fyrir annað en ég yrði
að leita á náðir sveitarinnar, ef við áttum ekki að krókna
út af úr sulti, þar sem um enga, atvinnu var að ræða allan
liðlangan veturinn. Ég sá, að það ætlaði að hrökkva
skammt, að ég væri að reyla þetta til heimilisins. Nú hafði
ég á bakinu 30 pund af mjöli og noldeur ýsubönd. Ég sett-
ist niður skammt frá Gönguskarðsbrúnni, sem lá yfir ána,
og horfði niður í iðuna í gljúfrinu. Ég liafði keypt mér
lífsábyrgð fyrir 1000 lcrónur í Skandia, og mér kom það
í bug, að ef ég kaslaði mér i ána, yrðu að líkindum þessar
þúsund krónur greiddar konu minni, og voru þelta ekki
svo litlir peningar á þeim dögum, og með þessu væri þá
endirinn bundinn á þessum mistökum öllum. — Barnatrú
mín var farin og ég sá engan góðan tilgang í lífinu. Að
visu liafði ég fulla lieilsu og sæmilega mikið þrek til þess
að þræla, en ég fann, að ég var að sligast undan þessum
þunga. Þessar döpru hugsanir ágerðust með svo miklum
krafti, að ég vissi ekki fyrri til en ég var farinn að gráta
með þungum sogum. Ég kastaði frá mér byrðinni og lagð-
ist fyrir um stund. Ég liafði oft horfzt í augu Við dauðann
á sjónum og aldrei fundið til hræðslu eða kvíða, en þessi
vonlausa barátta við örbirgðina virtist ætla að buga karl-
mennsku mína. Ég lá þarna góða stund og skeytti því ekk-
ert, livað tímanum leið. Áformið um það að stytta mér
stundir var með öllu horfið, og allt í einu var því eins og
hvislað að mér, að ég skyldi ekki gefast upp. Ég tók i mig
kjark, þurrkaði af mér tárin og það fór eins og hressandi
straumur um mig allan. Ég jafnaði mig nú smátt og smátt,
reis á fætur og kastaði pokanum á herðar mér. Það var
stjörnubjart og blessað veður.
Þegar ég kom lieim, hlupu báðar litlu dæturnar minar,
72