Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 75
ara en það, að þeir lelja þessa undirbúningsstofnun alger-
lega óþarfa og sérstaklega sem deild við liáskóla þjóðar-
innar. Þessir menn hafa óneitanlega mikið til síns rnáls.
Ilvað sem segja má um mikilvægi prestsstarfsins, þá hlýt-
ur öllum að koma saman um það, að það er svo einfalt
og óbrotið, að ekki virðist þurfa neina æðri menntun til
að leysa það af höndum. Til að framkvæma hina venju-
legu helgisiði útlieimtist álíka lestrarkunnátta og nú er
krafizt af 10 ára barni. Og ræður margra mætra presta
eru ekkert meira en laglegur prófstíll við unglingaskóla,.
og ritvillur mega vera eins margar og hver vill.
Það er þvi eðlilegt, að margir segi sem svo: Hvað á þessi
guðfræðideild að þýða? Hví er ekki sjálfsagt, að allir
frjálslyndir menn geri kröfu til þess að deildin verði lögð
niður? Meira að segja ætlu ófrjálslyndir menn líka að
geta gert þessa kröfu af sparnaðarástæðum. Og sumir
segja: Fyrst guðfræðideildin er nú einu sinni starfrækt og
meðan liún er starfrækt, er þá nokkur ástæða til þess fyrir
frjálslynda menn að vera að skipta sér af því, livernig hún
er starfrækt, hvaða kennslukraftar veljist að henni, þar
sem verkefni hennar er i raun og veru ekki neitt? Ég vil
leyfa mér að gera nokkrar athugasemdir við svona lagað-
ar raddir.
Ég hefi tekið það fram, að ég ræði hér ekki ástæðurnar
l’yrir þvi, að rikið heldur kirkjunni enn ó örmum sínum.
En ég vil þó benda á það, að á þeim árum, þegar rætt var
í alvöru um aðskilnað ríkis og kirkju, þá var til á meðal
frjálslyndra manna það sjónarmið, að ekki væri rétl af
menningarlegum ástæðum, að ríkið sleppti hendi sinni af
kirkjunni. Og þeir rökstuddu álit sitt á þessa leið: Enn
ciga trúarhrögðin svo mikil itök í sálum mikils hluta þjóð-
arinnar, að ef rikið sleppir hendi sinni af kirkjunni, þá er
opnuð leið fyrir óvandaða og hálfhrjálaða leikprédikara
að atast i fólkinu og koma upp ýmiskonar sérbrjálsemis-
trúarflokkum, sem eru allstaðar ein hin ógeðslegasta land-
plága, þar sem þeir gera vart við sig. Við íslendingar höf-
75