Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 76
um lcn'’stum átt því láni að fagna að eiga fremur trulitla
menn i prestastétt, sem liafa því löngum getað verið menn-
ingarfrömuðir í héruðum sínum, bæði í „veraldlegum“
og „andlegum“ efnum — bæði um almenna bóklega
fræðslu og um búnaðarháttu, félagsmál og þessleiðis. ís-
lendingar bafa yfirleitt ekki þjáðzt meira af trúarþorsta
-en svo, að þeir hafa látið sér nægja liversdagslegar messur,
-allarisgöngur svona einu sinni til tvisvar á æfinni og aðra
lögbundna kirkjusiði. En væru þeir allt í einu sviptir þess-
um hóflegu drykkjuháttum, þá mátti gera ráð fyrir að
það liefði þau áhrif á þá, að þeir færu að leggja sér til
munns hið andlega brennsluspritt liinna ómerkilegustu
sértrúarflokka.
Efnahagslegum aðstæðum íslenzkra presta hefir verið
þannig háttað, að þeir hafa verið knúðir til að líta á lífið
eins og það er í mjög þýðingarmiklum atriðum. Þeir liafa
verið svo illa launaðir, að hin eiginlegu prestslaun þeirra
hafa hrokkið þeim skammt til lífsviðurværis, þar sem
einnig hefir verið gerð krafa til heimila þeirra um sér-
staka risnu. Aðallekjur sínar hafa þeir orðið að liafa af
sama starfi og alþýðan i kringum þá, með betri skilyrð-
um að vísu en bændur almennt, en þó þannig, að lífsbar-
áttan hefir orðið að liggja þeim meira á lijarta en eigin-
leikar guðs. Þeir liafa orðið að stríða við hafís, eldgos,
grashrest, óþurrka, djöfullega verzlunaránauð og aðrar
hölvanir islenzkrar alþýðu. Þeir liafa haft sömu áhuga-
mál og aðrir bændur, að því leyti sem þeir hafa allir átt
sameiginleg áhugamál. Ýmsir íslenzkra presta hafa orðið
frægir fyrir nýjungar og hrautryðjandastarf í búnaðarmál-
um, félagsmálum ýmiskonar, og margir þeirra stóðu mjög
framarlega í sjálfstæðisbaráttu þjóðarinnar, en enginn
hefir orðið nafnkenndur fyrir trúarlega vakningu. Björn
í Sauðlauksdal álti sínar hugsjónir í kartöflunum, og með
ötulu brautryðjandaslarfi á því sviði hefir hann bjargað
mörgum íslendingum frá hungurdauða. Fjöldi presta
stóð í broddi fylkingar í verklegum og menningarlegum
76