Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 77
framförum þjóðarinnar frá byrjun endurvakningarinnar
og fram undir síðustu tíma, — frá Tómasi Sæmundssyni
til Tryggva Þórhallssonar. í þeirri stétt hafa verið ýmsir
frjálslyndustu og stórbrotnustu andar þjóðarinnar, svo
sem Hallgrímur Pétursson, Stefán Ólafsson, Matthías
Jochumsson, Páll Sigurðsson o. fl.
Það var þvi ekki ástæða til, að hinum frjálslyndu for-
ystumönnum hins horgaralega blómaskeiðs lægi það á
lijarta að losna við þá stofnun, sem lagt hefði til svo marga
af forystumönnunum og liáð liöfðu með alþýðunni frelsis-
harátlu hennar, þegar aðrir embættismenn þjóðarinnar
voru skitpligtugir þjónar danska valdsins. Það var alls ekki
úr vegi að hera til þeirra það traust, að þeir gætu verið
hoðberar nýrrar þekkingar og nýrra hugmynda, sem hin-
um frjálslyndu borgurum lágu á lijarta.
Prestaskólinn og síðan guðfræðideild Háslcólans átti
þá einnig að vera annað og meira en arfur frá liðnu
ómenningartímabili. Þetta áttu að vera menningarstofn-
anir í fullri alvöru. Hin trúarlegu efni voru eitt af áhuga-
málum þátíma vísinda. Uppruni trúarbragða og þróun
þeirra, uppruni helgirita, lielgiathafna og trúarjátninga eru
alltaf stórmerk atriði í menningarsögulegum vísindum.
Sálarfræðin gat lieldur ekki skágengið rannsóknir á fyrir-
hærum hinna trúarlegu tilfinninga. Fullkomin rannsókn
þessara efna getur að vísu ekki átt sér stað fyrr en farið
er að rannsaka þau á grundvelli hinnar efnislegu sögu-
skoðunar. En alvara fylgir starfi hinna borgaralegu fræði-
manna á þessu sviði, og margir þeirra inntu af höndum
merkilegt brautryðjandastarf með því að draga fram
sögulegar staðreyndir, þótt þá skorti vitanlega skilyrði til
að skilja þær staðreyndir og hið orsakabundna samhengi
þeirra.
Prestaskólanum og síðan guðfræðideildinni var ætlað
það starf að fylgjast með rannsóknum á liinu trúar-
bragðalega sviði, gefa prestaefnum fræðslu um niðurstöð-
ur rannsóknanna og vekja áhuga þeirra fyrir sjálfstæðum
17'