Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 78
.athugunum og rannsóknum. Þessi fræðsla, sem prestarnir
fengu á sérskóla sínum, átti að tryggja það, að út á meðal
alþýðunnar færu ekki, i trúarbragðalegum erindum, aðrir
en þeir, sem hefðu í liöfuðatriðum glöggvað sig á hinum
villumennskulega uppruna trúarbragðanna, hefðu losað
sig að verulegu leyti við hinar hefðbundnu bábiljur þeirra
og væru færir um að leysa hugsun fólksins úr fjötrum
rétttrúnaðarins og úr fjötrum yfirskynvitlegs heimspeki-
þvættings og leiða hana inn á svið hins raunhæfa og sið-
ferðilega.
Um skeið rækti Prestaskólinn og guðfræðideildin þessa
skyldu sína mjög sómasamlega. Guðfræðikennararnir
tóku þýðingarmikinn þátt í upplýsingarstarfsemi liins
borgaralega menningartimabils hér á landi. Sama sagan
gerðist einnig annarsstaðar á Norðurlöndum, svo að liið
þröngsýna afturhald sá sitt óvænna, og þar sem efni voru
fyrir hendi, kom það upp sínum eigin skólum undir for-
ystu einhverra liálfhrjálaðra sértrúarpostula. f Noregi
varð Hallesby liinn útvaldi. Guðfræðikennararnir hér á
landi rituðu greinar, sem vöktu mikla eftirtekt og aftur-
lialdið rak upp ógurlegt Ramakvein út af framferði þeirra.
En hér brast það fé til að koma upp skóla undir forustu
Ástvaldar Gislasonar. Jón Helgason skrifaði meðal
annars um uppruna Mósebókanna og skipaði þá
þessum „óskeikulu“ trúarritum á bekk með öðrum forn-
ritum, sem rituð eru af breyskum og syndugum mönn-
um og áttu sinn sögulega uppruna í þjóðlífi hálfviltrar
hjarðþjóðar. Hann skrifaði líka um hinar „heilögu" trúar-
játningar og Haraldur Níelsson sömuleiðis. Þeir leiddu það
í ljós, að þessar blessaðar trúarjátningar áttu býsna líkan
uppruna og ýmsar ómerkilegar lagasmíðar, sem verða til
við braskfengnar samkomulagstilraunir andstæðra klíka,
og verða svo livorki fugl né fiskur. Og Jón Helgason tók
málið ekki einungis frá sagnfræðilegu sjónarmiði lieldur
einnig frá réttarlegu sjónarmiði. Hann færði rök fyrir því,
og þau rök hefir enginn enn þann dag i dag treyzt sér að
78