Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 79
lirekja, að trúarjátningar lúterskrar kirkju hafa ekki neitt
lagalegt gildi fyrir íslenzku þjó'ðkirkjuna, prestar liennar
eru ekki neitt bundnir þessum játningum. Jafnhliða sendu
þessir kennarar frá sér nemendur, sem vöktu á sér athygli
sem menningarfrömuðir lieima í héruðunum og lögðu
einnig fram sinn menningarskerf á opinberum vettvangi.
Þeir fluttu nýjan fróðleilc og nýjar hugsanir og menning-
arlegar hugsjónir í samræmi við ýmsar djörfustu kröfur
samtíðarinnar á ýmsum sviðum hinna menningarlegu
mála. Magnús Jónsson og Tryggvi Þórhallsson vöktu á
sér athygli á sviði sagnfræðinnar. Ásgeir Ásgeirsson réðst
með djörfung og rökvísi á kverlærdóminn. Jakob Krist-
insson varð þjóðfrægur fyrir andríkt kennimannsstarf í
þágu viðsýnna trúmálaskoðana. Eiríkur Albertsson lcvaddi
hljóðs sínum hugsjónum á sviði fræðslumálanna. Gunnar
Benediktsson, Sigurður Einarsson og Einar Magnússon
tóku til máls á sviði þjóðfélagsmálanna á hinn djarf-
mannlegasta hátt. Benjamín Kristjánsson vakti á sér at-
hygli alþjóðar fyrir skarpari og liraustlegri afstöðu gegn
hindurvitnum og siðleysi trúarbragðanna en nokkur liér-
lendur guðfræðingur hafði áður leyft sér. Það var að
verða alkunnugt mál, að guðfræðideildin lagði kapp á
það að senda frá sér víðsýna menntamenn, sem væru að
einhverju leyti færir um að liafa á hendi menningarlegt
forystustarf, bæði heima í héruðum og á landsmæli-
kvarða.
Nú í seinni tíð hefir orðið mikil breyting á þessu. Nú
er svo að sjá, að guðfræðideild Háskólans muni vera
sokkin niður í fáfræðifen liins svartasta miðaldamyrk-
urs. Mörgum liinna frjálslyndari hnykkti illilega við, þegar
guðfræðideildin lét til sín heyra í trúmálaumræðunum,
sem fram fóru í útvarpinu i fyrra. Fulltrúi hennar virtist
reyndar ekki hafa meira en meðal gripsvit. 1 bábiljum
trúfræðinnar stakk hann út fulltrúa hinna kreddufyllstu
sértrúarflokka, svo sem aðventista og katólska, og sjálf-
ur Ástvaldur var við hliðina á honum eins og himinskært
79