Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 80
ljós frjálslyndis og víðsýnis. Það glitti hvergi í eina ein-
ustu sjálfstæða hugsun, það Ijóraði hvergi fyrir einum
einasta fróðleiksmola. Það kom hvergi i ljós, að hann
hefði hlotið barnaskólamenntun, livað þá meira, að öðru
leyti en þessu, að maður, sem ekki hefir einu sinni hlot-
ið barnaskólamenntun, hefir vit á því að vera ekki
að trana sér fram með hluti, sem hann hefir enga hug-
mynd um. Hið æðra nám þessa studíósusar tlieologiea
hefir haft þau ein áhrif að svipta hann þvi lítillæti hjart-
ans og þeirri tilfinningu fyrir volæði andans, sem er ein
hin algengasta dyggð hinnar óupplýstu alþýðu.
Nú hefi ég það eftir mjög góðum heimildum, að mað-
ur þessi sé „ljósið“ í guðfræðideildinni, bæði hvað gáfur
og lærdóm snertir. Nú er vitanlega ekki hægt að gefa
guðfræðideildinni beina sök á því, þótt þangað veljist mið-
ur gefnir menn en í aðrar deildir Háskólans. En það er
fullkomlega hægt að gefa deildinni sök á því, ef nem-
endur fara þaðan heimskari, fáfróðari og þröngsýnni
en þeir koma þangað.
Og þeir sem fylgzt hafa með í því, sem kennarar guð-
fræðideildarinnar liafa talið sér sæmandi að láta frá sér
fara nú i seinni tið, þeir þykjast sjá ástæðurnar fyrir
þeirri staðreynd, að nú á siðustu árum hefir ekki komið
einn einasti nemandi frá guðfræðideild Háskólans, sem
vakið hefir á sér eftirtekt fyrir fræðimennsku og and-
ríki, en þeir, sem fram hafa komið, eru hreinræktuð sýn-
ishorn hinnar kreddufyllstu þröngsýni. Síðan séra Har-
ald leið hafa deildarkennararnir ekki látið frá sér fara
eitt einasta orð, sem benti i þá átt, að þar væru að starfi
menn, sem með stöðu sinni hefðu tekið það að sér að
helga sig fræðimennsku á sviði trúarbragðanna, ekki ein
einasta lína til menningarlegrar uppbyggingar á einu
einasta sviði, — allt sem frá þeim kemur eru sauðfróm-
ar, nautheimskar, guðrækilegar hugleiðingar, hreinrækt-
uð ástvalzka. Og nú á allra síðustu tímum hefir það
birzt í skýrari og átakanlegri mynd en nokkru sinni fyrr,
80