Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 82
án þess að ganga fyrst úr skugga um, hvort þetta sér-
kenni væri til og færa rök að því. í þeim efnum er ekki
neitt það fyrir hendi, sem hann getur vitnað i og hyggt á
sem viðurkenndum fræðum.
Hann byrjar á þvi að leita að sérkennunum í kenningu
Jesú. Það er ekki hlaupið að því, svo framarlega sem
ekki á eingöngu að byggja á gömlum trúarsetningum.
Iieimildirnar, sem við höfum fyrir kenningum þeim, sem
hafðar eru eftir Jesú, flytja eftir honum kenningar frá
hinum andstæðustu sjónarmiðum, svo að það dettur eng-
um biblíuskýranda i hug að ætla, að það sé allt rétt eftir
honum haft, jafnvel þótt maður láti sér algerlega sjást
yfir þann möguleika, að Jesús liafi aldrei verið til og þar
af leiðandi aldrei sagt eitt einasta orð. Það þarf að velja
úr þau ummæli, sem sennilegt þykir, að réttilega séu
höfð eftir Jesú, og þar sem ekki verður með vissu bent
á eina einustu setningu, lieidur verður að byggja á líkum
einum, þá þarf að færa rök að þeim líkum, sem undir
þessar setningar renna öðrum fremur, hverja út af fyrir
sig og allar sameiginlega. Og ekki er nóg með það, að
umsækjandinn þurfi að gera þessi skil þeim ummælum,
sem fyrir honum útveljast til að heita Jesú sannarleg orð,
heldur þarf hann einnig að gera lílc skil öllum þeim öðr-
um ummælum, sem eftir Jesú eru höfð og koma í
andstöðu við þau útvöldu að efni og anda, færa að þvi sem
sterkastar líkur, að þau ummæli séu ekki sannsöguleg
og upp úr hverskonar jarðvegi þau eru sprottin, hvort
einhver sannsöguleg alriði gætu legið á balc við þau og
hvaða straumar hefðu þá borið hin upphaflegu ummæli
afvega í núverandi form.
Þegar þessu öllu er nú aflokið, þá er að finna út hið
sérkennilega i þessu öllu saman, sem búið er að færa
rök að, að muni vera sá hluti kenninga Jesú, sem guð-
spjöllin geyma. Að þvi loknu þarf að leita að hinum
sömu sérkennum í lífi hans, sem þýðir nú reyndar ekk-
ert annað en það, að ganga úr skugga um, hvort Jesús
82