Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 83
liefir staðið við það, sem hann sagði. Og hvað dauða
Jesú álirærir, þá er vitanlega réttast að afgreiða það mál
tieldur fljótlega i þessu samhandi, því að spurningin um
sérkenni kristindómsins í dauða Jesú er álika skynsam-
leg og ef maður færi að tala um sérkenni stjörnufræð-
innar í dauða Brúnós eða sérkenni kommúnismans í
fangelsun Thálmanns. Þetta atriði er það vitlausasta af
allri þeirri vitleysu, sem í verkefninu er falin.
En þegar hinn ungi fræðimaður liefir fundið það út
og rökstutt það með eigin atliugunum og annarra og tel-
ur sig reiðubúinn til að verja það frammi fyrir mestu
fræðimönnum þjóðarinnar i þeirri grein, liver atriðin eru
sérstaklega einkennandi fyrir boðskap Jesú, þá er eftir
að spásséra í gegnum alla sögu kristninnar frá fyrstu tíð
til hinnar síðustu, gegnum eitt timabil af öðru, frá einni
kirkjudeildinni til annarrar, frá einni þjóð til annarrar, frá
einni heimsálfu til annarrar, vestan frá Kyrrahafi og alla
leið austur að Iíyrrahafi, norðan frá íshafi og alla leið
suður að íshafi og ganga úr skugga um það og leiða rök
að því, að eitthvert eða einliver þeirra atriða, sem ein-
kennandi voru fyrir boðslcap Jesú, liafi fylgt kristninni í
gegn um allar aldir, í öllum liennar myndum, um allan
lieim.
Nú skulum við segja að þetta takist, en vitanlega myndi
það taka fjöldamörg ár, ef í ljós ættu að koma sam-
vizkusamir fræðimannshæfileikar. En þá er samt ekki
íenginn nema að liálfu leyti grundvöllurinn að aðalefn-
inu. Þegar búið er að finna sameiginleg einkenni fyrir
allar deildir kristninnar á öllum tímum, sem einnig
næðu til boðskapar Jesú Ivrists, þá er eftir að færa sönn-
ur á það, að þessi einkenni séu sérkenni kristindómsins,
— finnist ekki hjá neinum öðrum trúarbrögðum. Og til
þess að ganga úr skugga um að svo sé ekki, þá þarf að
arka út í lieiminn að nýju. Og nú þarf að rannsaka öll
trúarbrögð, sem upp liafa lcomið um allar aldir út um
allan heim. Og setjum nú svo, að öll þau einkenni, sem
83