Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 84
þessi ungi fræðimaður hefir fundið sameiginleg með öll-
um deildum og öllum öldum kristninnar, fyndust einn-
ig í einhverjum myndum í einhverjum öðrum trúarbrögð-
um, þá má aumingja maðurinn að lokum standa yfir
þeirri staðreynd, að hann hefir eytt öllum þessum tíma
og erfiði til að búa sig undir að skrifa um atriði, sem alls
eklci er til og hefir aldrei verið til.
Sannfærist hann hinsvegar um það, að þessi sérlcenni
séu til og þegar liann hefir fært sönnur á, að svo sé, þá
er hann loks búinn að leggja grundvöllinn að aðalefninu.
Þá er eftir að skrifa um þetta sérkenni, þróunarsögu þess
frá fyrstu tið til hinnar síðustu, höfuðblæbrigði þess og
samband þeirra blæbrigða við atvinnulega og þjóðfélags-
lega þróun á hverjum stað og hverjum tíma.
Ég hefi farið fljótt yfir sögu og aðeins gripið á nokkr-
um aðaldráttum fyrri hluta verkefnisins. Nú ætla ég
alveg að sleppa siðari hlutanum. En hver sæmilega
skýrt hugsandi maður sér þegar, hve verkefni þetta er
hverjum manni gersamlega óviðráðanlegt á nokkrum
mánuðum, ef hann á að gera því þau skil, sem samvizku-
samur fræðimaður getur sætt sig við. Það kemur því í
ljós, að prófessorarnir, sem verkefnið velja, hafa ekki
liugmynd um, hvað í verkefninu felst eða engan minnsta
skilning á því, hvemig fræðimanni er samboðið að talca
á fræðilegum efnum.
Þeir, sem þeklcja prófessorana og hafa hlustað á þá
nú í seinni tíð, geta líka farið nærri um það, hverskonar
ritgerð þeir muni ætlast til að samin sé. Það á að vera
prédikun um „yfirburði kristindómsins yfir öll önnur
trúarbrögð“, — „sonarsamband hins kristna manns við
föðurinn á hæðum“, — „kærleiksanda kristindómsins“.
Það á að rubba upp einhverjum guðræknivaðli, sem elcki
á í neinu skylt við fræðimannlega rannsólcn.
Ég ætla mér elcki þá dul, að hægt verði að fá því fram-
gengt, að guðfræðideild Háskólans verði visindaleg stofn-
un í anda og sannleika, eins og henni ber þó að vera sem
84