Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 87
ráði og látbragði, sem maður sér ekki. Það er eins og
maður sé að tala við huldufólk, og inn i hug manns seitlar
grunsemdin um það, að allir séu að ljúga að liinum blinda
manni.
Hvað skilur hún í því, hve óltalegt það er að koma út á
morgnana og geta engu spáð um veðrið, af því maður
grillir ekki skýin á himninum og sér ekki blæbrigðin á
hafinu, og getur því engu um það ráðið, hvort piltarnir
fara á sjóinn i bráðófæru útliti eða kúra í landi af tóm-
um kjánaskap eða leti í bezta sjóveðri.
Veit hún nokkuð livað það er hræðilegt, að heyra menn
vera að segja frá skipi, sem siglir inn fjörðinn, eða lýsa
ökunnugum liesti, sem sézt hefir í heimaliestunum og
geta ekkert lagt til málanna, bara af því aðaugunerublind,
þó liann væri sannfærður um að geta skorið úr öllum
þessum vandamálum, ef hann hefði sjónina.
Ef hann myndi ekki svona vel eftir öllu, sem hann liefir
séð, meðan augun voru heil, og hefði ekki þrek eða löng-
un til að halda áfram þátttöku i lífi sjáandi manna, þá
væri þessi kross kannski léttbærari. Hefði hann aldrei
séð neitt frá blautu barnsbeini, þá væru honum allir þess-
ir lxlutir svo óviðkomandi, hann mundi þá ekki kæra sig
neitt, þó hann sæi ekki hvcrnig nýja kaupamanninum biti
við sláttinn, eða hvernig piltarnir gengju frá bátnum, þeg-
ar liann væri að ganga upp með norðanveður.
Að vita af þvi live nauðsynlegt það er, að hann geti litið
eftir öllu á þessu heimili, sem hann liefir grundvallað; á
þessari jörð, sem búin er að drekka hvern svitadropa lians
í heilan mannsaldur, og sjá svo ekki glóru!
Og hefir hún nokkra minnstu hugmynd um eitt: livað
hann kvelst af því að geta ekki séð, hvernig h ú n lítur út?
Hvað hann getur orðið hamslaus af öllum getgátunum
um útlit þessa kvalara síns? Hvernig hann þjáist af að
geta ekki vitað livort liugmyndir þær, sem hann gerir sér
um liana, séu réttar, eftir málrómi liennar að dæma og
snertingu, þegar hún snoppungar liann?
87