Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 88
Fyrsta daginn, sem hún var á heimilinu, haföi hann ætl-
a‘ð að reyna að gera sér hugmynd um útlit hennar með
því að þreifa um andlit liennar, ekki af því að hann héldi,
að það hefði nokkra þýðingu. Hann gat ekki ímyndað sér
að svoleiðis þukl bæri nokkurn árangur fyrir blind augu,
en hann liafði einhvern tíma heyrt það, að fínir menn,
sem j’rðu blindir, væru svo viðkvæmir í fingurgómun-
um, að það bætti þeim mikið til upp sjónleysið, og hann
vildi láta hana halda, að hann væri menntaður blindingi
og gæti séð ýmislegt með fingrunum, svo það væri bezt
að fara varlega gagnvart honum. Eða var það kannski af
því, að liann var frá upphafi andvígur henni og langaði
til að sýna henni, að hann væri ekkert feiminn við svona
nýja, sjáandi frú? En þetta varð þeirra fyrsti árekstur.
Ætlar ekki blindur karlskrattinn að fara að góma mig,
sagði bún og sló á hendur hans. Hún var hávær í tali, með
fyrirlitningu í málrómi. Þess vegna iiélt hann, að hún hefði
stórt nef og væri munnvíð.
Upp frá þessu hataði hann liana og ranghvolfdi alltaf
gulum augunum, þegar hann heyrði að hún var nálægt.
Hún skildi að þetta var gert í óvirðingarskyni við hana
og þoldi það illa, einkum af því vinnufólkið hló að þess-
um kæk karlsins og hefir sjálfsagt vitað hvað liann meinti.
Hatrið varð gagnkvæmt og stríðið byrjaði.
Hann gat skilið það, að sonur hans þyrfti að fá sér
konu; en hann liefði vel getað gert það fyrr, á meðan faðir
hans hafði sjónina, gat séð konuna og haft einhverja hönd
í bagga með búskapnum. En sonur hans hafði alltaf verið
hálfgerð rola og dregið þetta meðan faðir hans gat verið
forsjón lians. Þetta kvonfang var eiginlega ekkert annað en
sjálfsvantráustyfirlýsing og vísast, að hann hefði verið
tekinn með valdi; svo mikið var víst, að hann þorði hvorki
að sitja né standa öðruvísi en liiin vildi.
Þetta óskoraða vald hennar jók hatur blinda mannsins
og stælti hann í stríðinu. Hann fann að hann gat ekki not-
ið styrks lijá nokkrum á heimilinu í baráttunni gegn lienni.
88