Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 89
Allir forðuðust að anza honum, þegar hann reyndi að sá
korni uppreisnarandans i hug þeirra. Heimilisfólkið var
kúgað fyrir fullt og allt.
Hann reyndi að hæna að sér son sinn i þeim tilgangi að
ná honum frá henni; liann gerði liann að trúnaðarmanni
sínum, en hann komst að því að húsfreyjan hafði allt upp'
úr manni sinum, sem þeirra fór á milli. Þannig missti
hann til dæmis þau einu fjárráð sem hann hafði.
Hann sagði syni sinum frá því, að liann ætti nokkrar
krónur hjá hinum og þessum, sem hann hafði fyrir löngu
selt smávegis en ekki fengið borgað ennþá. Hann hafði
það uppskrifað í gamalli vasabók og bað son sinn að ná
þvi inn fyrir sig; hann ætlaði að hafa það til að gripa til
fyrir neftóhak og fleira smátt. En sonur hans liafði þá
sagt lienni frá þessu. Ilún tók vasabókina og fór aðheimta
þetta inn sjálf, og ekki sá liann eyri af því, en fékk bara
skömm fyrir eftirgangssemina og ávitur hjá skuldunaut-
unum, sem voru nágrannar hans og gamlir kunn-
ingjar.
Einn sagði: Ekki grunaði mig það, að þú mundir fara
að krefja mig um þetta lítilræði eftir mörg ár, núna, þeg-
ar ég á ómögulegt með að borga það og — þú ert orðinn
blindur.
Blindur! Hann þurfti auðvitað endilega að vera að
minna hann á það, sem honum leið aldrei úr minni i vöku.
Þeir þyrftu að vera blindir einn dag þessir menn, eða bara
eina klukkustund, til þess að þeir skildu þessa regin hörm-
ung. Það er ekki nóg að sjá ekki blessað ljósið, geta ekki
horft á liluti og andlit, sem maður þekkir og elskar. Það
er ekki bara þetta svarta niðamyrkur, sem umlykur mann
eins og blaut voð og vitundin um, að þetta breytist aldrei;
heldur er það hið andstyggilega bjargarleysi, að geta ekki
hreyft sig óliikað og notað líkamskraftana. Aflið dvín og
skrokkurinn fúnar allur af ótta og getuleysi, og sálinni
hnignar dag frá degi, það er eins og hún sé að læðast á
burt; liún liefir engan áhuga, getur ekkert ályktað af eigin
89