Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 90
reynslu, og verður bara að trúa því sem hún lieyrir, hjálp-
arvana og óánægð.
Og svo tók hún af honum neftóbakið.
Hún liélt hann þyrfti ekki að vera að þessari andskotans
tóbaksbrúkun, eyða í það peningum og gera sjálfan sig
og allt í kring um sig sóðalegt. Það dugði ekkert þó mað-
ur hennar gengi í forbón fyrir gamla manninn. Hún bara
hrifsaði af honum punginn og hann fékk aldrei korn eftir
það.
Þá staulaðist hann upp í bæjarsundið og grét. En það
-er jafnvel ekki til neins að ,giráta með blindum augum.
Maður sér engar nýjar vonir glitra í gegn um tárin. Finn-
ur þau bara velta niður vangana eins og orma. Þau veita
enga huggun, og maður hefir það á meðvitundinni, að öðr-
um finnist það hlægilegt að sjá blinda menn gráta.
Og þó er það svo grátlegt, að sjáandi manneskjur skuli
nota sér það, þegar menn verða blindir og hrifsa af þeim
öll forráð og tjá þá einskis nýta, en gleyma því að þeir eru
höfundar þessa heimilis, sem hinir hafa lagt undir sig.
Þeir gleyma því, að þeir hafa tekið við verðmætum af
honum, sem tók liann heila mannsæfi að skapa, og skil-
greina liann aðeins sem byrði, sem þeim hafi verið lögð á
herðar.
Upp úr þessu varð lúsin hans eina athvarf.
Það hljómar ótrúlega í eyrum sjáandi manna, að nokk-
ur skuli geta fundið upp á því, að hafa nautn af því að
bryðja lýs á milli tannanna, jafnvel þó hann sé blindur
og það hafi verið tekið frá honum neftóbakið. En svona
var það. Hvort sem Freud hefði getað skýrt þetta fyrir-
brigði eða þótzt geta sannað, að það ætti sér ekki stað,
þá er þetta staðreynd. Hann fiskaði eftir lúsunum niður í
hálsmálið með fingrunum, lét þær milli tannanna og —
beit. Það heyrðist lágur brestur og einhver vottur af vætu
seitlaði niður á tunguna. Það þurfti enga sjón til að iðka
þessa íþrótt. Hann gat fálmað eftir þeim i myrkrinu og
komið þeim milli tannanna lijálparlaust. Það var eins og
•90