Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 91
Lann gleymdi tóbakssnltinum á meðan. Stundum liugs-
aði hann til hennar — kvalara síns — og beit hægt og
seint utan um lúsina til að pynta hana áður en bresturinn
kom — dánarvottorðið.
En þessi vesæla ánægja hins steinblinda manns varð
ekki langæ. H ú n komst að þessu; sá hann gera þetta, þvi
lionum datt ekki í hug, að liann þyrfti að fara i felur með
þessa auvirðilegu nautn.
Éturðu — éturðu af þér varginn? Iiún var svo forviða,
að rödd hennar var eins og hást hvísl. Svo dundu snopp-
ungarnir á honum. — Aldrei liefi ég þekkt aðra eins
skepnu og þig, gall í henni, þegar hún var húin að ná sér
eftir hina fyrstu undrun. Éta af sér varginn eins og lúsug
hundtík. Og löðrungarnir dönzuðu um hausinn á honum,
livert sem liann sneri sér. Þá var það sem hann kynntist
fyrst hennar holdmiklu höndum og hætti þvi við hina
é)fullkomnu ímyndun sína um útlit hennar, að liún liefði
lágt enni.
En hirtingin dugði ekki; liún fremur æsti liann til þess-
arar óeðlilegu naulnar; en liann hlótaði á laun, stalst til
þess þegar liún var ekki nærri. Þó gat hann ekki farið í
kring um hana. Hún læddist inn í baðstofuna til þess að
gá að lionum. Hann varaði sig, ekki á þessu, þvi hún var
vön að ganga um með sama hávaðanum og hún talaði.
Svo vissi hann ekki af fyrr en kjaftshöggin byrjuðu og
skammirnar. En samt liélt liann þessu áfram. Það var
stríð, og hann fann, að þetta var henni til bölvunar; það
jafnaði upp löðrungana.
En sjáandi menn eru alltaf ráðameiri en blindir menn
og geta haft i öllum höndum við þá. Hún ákvað að upp-
ræta skilyrðið til þessa viðbjóðslega athæfis hans.
Einn dag kom liún með skæri og skellti af honum hár
og skegg, þrátt fyrir bannið um að skerða nokkurt hár á
höfði smælingjanna. Það fór um liann kaldur hrollur,
þegar hann heyrði stálið glamra um höfuð sér og andlit.
Hann þorði ekki að lireyfa sig meðan á þessu eyðilegg-
91