Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 93
því hann kunni ekki að prjóna, en liann þakkaði sínum
sæla fyrir það, þvi einu sinni hafði húsfreyjan verið að
rífast í því, að aumt væri að hann skyldi elíki geta gert
nokkurt handartak til gagns. — Hann vildi heldur kvelj-
ast af aðgerðarleysi en gera lienni nokkuð til hæfis.
Svona gekk það allt sumarið. Hann staulaðist út, þeg-
ar veðrið var þurrt og sat undir bæjarvegg, þegjandi og
hugsunarlaust; þrautpíndur, blindur maður, sem kvaldist
af einveru og tóbaksvöntun og mátti ekki svo mikið sem
éta af sér varginn fyrir ofriki tengdadóttur sinnar.
Stundum kom einhver hundanna til hans og sleikti
hann i framan með lirjúfri tungunni; hann gat þá viknað
vfir tryggð þessara ferfættu skepna, sem fóru eftir þef-
visi sinni en ekki manngreinaráliti. En þegar iiúsfreyjan
kallaði: Freyja! Sámur! og liundarnir yfirgáfu hann til
þess að hlýðnast og koma sér í mjúkinn lijá hinum sjá-
andi valdhafa, bölvaði hann liinu flatmagandi hundseðli
og vissi að hann mundi alltaf verða undir í haráttunni við
yfirgang hennar.
En hann vildi samt ekki gefast upp og ásetti sér að
gera henni lífið eins þungbært og lionum framast væri
unnt, með sínum lítilfjörlegu vopnum. Þegar hann var
farinn að jafna sig ofurlítið eftir tóbaksmissinn, komin
meiri ró yfir taugakerfi lians og hann farinn að geta ein-
heitt huganum á ný eftir allt flöktið, sem á honum hafði
verið síðan örvun tóbaksins var tekin af honum, fór liann
að raula gamla liúsganga um „flagð“ og „skass“ og
„amorsbykkjur“ þegar hún heyrði.
Það er alltaf varasamt að ávíta menn eða refsa þeim
fyrir að liafa yfir íslenzk Ijóð, það gefur hugmynd um,
að maður kunni ekki að meta þessa þjóðlegu list. Hús-
freyjan tók því það ráð, að látast ekki heyra til lians, en
skammaði liann og snoppungaði fyrir ýmislegt annað,
sem liún fann sér til.
Svo kom skammdegið — reikningurinn fyrir hinar
hjörtu sumarnætur — og liið sjáandi fólk fékk lítið
93