Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 94
meira að sjá af dagsins blessaða Ijósi en blindur karlinn..
Þá ákvað húsfreyjan að hann skyldi fá að gera eitthvað
gagn fyrir heimilið. Hún selti liann til að kemba; lét sjálf
ullina i kambana lijá honum, settist á næsta rúm og
spann, en liafði eflirlit með kembingu hans.
En þó hann dauðlangaði til að dunda sér eitthvað held-
ur en sitja auðum höndum og hafa ekki um neitt að
hugsa annað en hörmungar myrlcursins eða kvalara sinn,
var liann staðráðinn í að gera henni ekkert gagn.
Það mátti svo heita, að heimilisfólkið væri liætt að tala
við liann eða anza honum, nema því allra nauðsynlegasta,
þegar hann yrti á það. Það vissi að það var stríð og því
þótti vissara að vera með stórveldinu. Ekki var lesið á
kvöldvökunni og óhugnaður og þögli ríkti við vinnuna í
baðstofunni.
Gamli maðurinn urgaði saman kömbunum og rang-
hvolfdi gulum augunum. Hann reiknaði það út, með eins
mikilli nákvæmni og hin óskerlu skilningarvit hans gálu
honum í té látið, hvernig hann gæti látið kembuna detta
á gólfið og surgað saman tómum kömbunum.
Ætlarðu að eyðileggja kambana, skepnan þín, hvæsti
húsfreyjan. Sérðu ekki að þeir eru tómir, þú hefir skitið
niður kembunni.
í bræði sinni gætti hún þess ekki, að hún var að tala
við mann, sem hafði þá sérstöðu, að hann gat ekki ásak-
azt með skírskotun til þessa skilningarvits.
Ó nei, ég sá það ekki, sagði karlinn elskulega.
Vinnufólkið kreisti kjúkur og húsbóndinn ók sér vand-
ræðalega. Húsfreyjan þreif kambana af karlinum og Ieit
ógnandi á fólkið: Þetta er ekkert til að hlæja að, galaði
hún. Og þú ættir ekki að vera að mæla mótþróann upp í
bölvuðum karlinum, sagði hún við mann sinn.
Hún lét aftur í kambana og fékk blinda manninum þá
með einarðri áskorun um að hann leysti verldð vel af
hendi.
Hann ranghvolfdi á ný augunum, en það var hýrga í
94