Rauðir pennar - 01.01.1936, Blaðsíða 96
Óðara stökk hún á hann: Ertu byrjaður á þessu aftur,
•skepnan þín, og hvernig ferðu að ná í þessa bölvaða lús,
það er mér óskiljanlegt, eins mikið og ég hefi fyrir því
að þrífa þig?
Þegar löðrungarnir voru urn garð gengnir, sagði karl-
inn sakleysislega um leið og hann með tungunni ýtti
sundurbitnum rúsínusteini fram á vörina: Þetta er bara
rúsínusteinn. — Sérðu það ekki? Fólkið kreisti niðri i
sér hláturinn, en húsfreyjan stóð alveg ráðalaus and-
spænis þessari mannvonzku karlsins.
Meðan steinarnir entust, lék hann þetta sama hragð og
gætti þess alltaf að sem flestir væru viðstaddir. En svo
þrutu þessi skotfæri hans, og auðnuleysi myrkursins
ásótti liann á ný.
Þetta myrkur var eins og lokuð hurð, sem aldrei
mundi opnast. Maður situr þarna innibyrgður og heyrir
lífið streyma fyrir utan, heyrir fjör þess, veit um feg-
urð þess og finnur hluttekningarleysi þess gagnvart hin-
um innimúraða. í þessu eilífa myrkri fæðist hatrið og
öfundssýkin, en hvorttveggja er svo magnlaust, svo óum-
ræðilega ráðalaust, að úr því verður þunglyndi, afkáraleg
sjálfsmeðaumkvun, sem enginn sjáandi maður fær skilið.
Sífelldur samanburður og óskir um að hafa heldur misst
heyrnina, málið, hönd eða fót, allt annað en verða blind-
ur, sjónlaus, ósjálfhjarga; og óskin endar á bæn um
dauðann og bænin snýst upp í bollaleggingar um að
slytta sér aldur. En öll þessi heilabrot eru árangurslaus,
þýðingarlausar sjálfspyndingar, því þegar maður er
blindur, er maður ekkert annað en hluti af myrkri, hnaus-
þykku, órjúfanlegu myrltri.
En stríðið milli hans og tengdadótturinnar hélt áfram.
Það voru engar stórorustur. Það var tilbreytingarlaust
skotgrafastríð, þar sem óvinirnir urðu taugaveiklaðir af
því að vita hvor af öðrum og búast sífellt við árásum,
sem aldrei voru gerðar. Þetta lýsti sér ekki hvað minnst
hjá húsfreyjunni, sem nú var ólétt. Hennar æsta skap