Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 97
þoldi ekki lengur samvistirnar við þennan blinda óvin;
dag og nótt þjakaði það henni að vita af nærveru hans,
og loks vann þessi skapraun svo á fégræðgi hennar, að
hún ákvað að koma karlinum fyrir á öðrum bæ og borga
með honum, að minnsta kosti þangað til hún hefði fætt
barnið.
Það var naumast hægt að kalla það mótmæli hjá manni
hennar, þó hann fullvissaði liana um, að faðir sinn mundi
aldrei fást til að flytja að heiman og verða niðursetning-
ur hjá nágranna sínum. Þessi rök urðu bara til þess, að
hún lét bónda sinn narra blinda manninn með sér undir
fölsku yfirskini þangað, sem þau höfðu kornið honum
fyrir.
En þegar karlinn komst að hinu sanna, að hann ætti
ekki að fá að fara heim aftur fyrst um sinn, ærðist hann.
Hann braut hvert matarílát, sem hann náði i, ranghvolfdi
augunum og öskraði svo ógurlega, að konan og börnin
héldust ekki við inni í bænum, og klykkti út með því við
húsbóndann, að hóta að drepa þau öll í svefni einhverja
nóttina. Bóndinn sá sitt óvænna, setti karlinn upp á
hestjálk og teymdi undir honum heim aftur. Húsfreyja
tók á móti þeim með því orðbragði, að bóndinn skildi
karlinn eftir sitjandi á liestinum i hlaðvarpanum og fór
heim hestlaus sem fætur toguðu.
Fleiri tilraunir voru ekki gerðar til að fjarlægja blinda
manninn.
En nú hafði óvinurinn rekið höfuðið upp úr skotgröf-
unum og þvi var sjálfsagt að hefja sókn.
Og tækifærið kom upp í hendurnar á karlinum. Vinnu-
maður var að fara alfarinn af heimilinu, og sú staðreynd,
að hann þyrfti ekki að koma aftur fyrir augu húsfreyj-
unnar, gerði hann fúsan til að koma skilaboðum til hrepps-
stjórans um að finna gamla manninn sem allra fyrst í
embættiserindum.
Hreppsstjórinn kom, því embættisskyldan er alvarlegt
mál, sem ekki má láta undir höfuð leggjast að gegna, og
97