Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 98
svo kom það ekki svo sérlega oft fyrir að lians væri
vitjað.
Erindi hlinda mannsins var hvorki meira né minna
en það, að hann heimtaði gripi sína selda á uppboði þeg-
ar i stað, svo og sinn part í bátnum og að láta auglýsa jörð-
jna til sölu, því hún var á hans nafni.
Fyrir andvirðið ætti ég að geta komið mér fyrir hjá
rnanneskjum það sem eftir er æfinnar, eða að minnsta
kosti keypt mér í nefið, og hreppurinn getur þá séð fyr-
ii mér þegar þetta þrýtur. Og ég ætla mér að ráða liverj-
um ég sel jarðarskikann, — lcaupandinn skal ekki vera í
neinum tengdum við húsfreyjuna liérna.
Þetta var veruleg loftárás.
Með þessari sölu mundi bústofn sonar lians sundrast,
því auðvitað hafði liann öll not af skjátum karlsins og
gamla Brún. Einnig yrði liann jarðnæðislaus og hrepps-
nefndin mundi auðvitað nejrða liann til að sjá föður sín-
um borgið meðan hann ætti nokkurs úrkostar, en það
yrði líklega ekki lengi, því allt útlit var fyrir, að þau
mundu lenda á vonarvöl, ef þau flosnuðu þannig upp.
Hreppsstjóranum, sem var lika oddviti hreppsnefndar,
leizt ekki meira en svo á þessa bliku. Það var vísast að
þetta drægi til þess, að allt hyskið lenti á sveitinni og
einhver utansveitarmaður með mikla ómegð hreppti jörð-
ina, gæti ekkert útsvar borið og endaði sem hreppsómagi.
Hann var kominn i aðslöðu Þjóðabandalagsins um varð-
veizlu friðar og hindrun styrjalda. Hinsvegar kallaði em-
bættisskyldan.
Friðarráðslefnan var sett, stóð langt fram á vöku og
byrjaði aftur næsta dag. Að kvöldi þess dags var vopna-
hlé og friðarsamningarnir undirskrifaðir næsta morgun.
Þeir voru í stuttu máli þetta: Blindi maðurinn liætti
við að selja — fyrst um sinn (um þá viðbót stóð langt
þóf), hjónin máttu liafa öll afnot af eignum hans, dauð-
um og lifandi, endurgjaldslaust eins og verið hafði. Hann
skyldi fiá nægilegt neftóbak (og var piltur sendur þegar
98