Rauðir pennar - 01.01.1936, Side 99
í slað í kaupslaðinn eftir því, með skipun um að slóra
livergi). Sömuleiðis skyldi húsfreyja hætta allri þarf-
lausri hreingerningu á blinda manninum og láta hann
sjálfráðan um það, hvenær hann hefði nærfataskipti.
Þegar pilturinn kom aftur úr kaupstaðnum með tó-
bakið og karl byrjaði að skera, háltaði húsfreyja niður
í rúm, þó um liábjartan dag væri, og breiddi upp ylir
höfuð.
Það er söguleg reynsla, að friðarsamningar geta aldrei
gert báða hlutaðeigendur ánægða og stundum jafnvel
iivorugan. Þó friðurinn sé haldinn, lifir hatrið, og óskin
um hefnd fæðist hjá þeim, sem þykist liafa beðið lægri
lilut við friðarsanmingana, en óttinn við þessa hefnd
verður til lijá hinum. Þess vegna ætti aldrei að semja
frið; það má líka orða það svo, að aldrei skyldi hafinn
ófriður; en i veg fyrir hann geta aðeins sameiginlegir
hagsmunir og áhugamál komið.
Blindi maðurinn naut sigurs síns og tók mikið i nefið,
og það var ekki laust við, að liann sýndi þá meinfýsi að
gera athöfnina áberandi i nærveru húsfreyjunnar með
löngum sæluandvörpum.
Framkoma húsfreyjunnar við tengdaföðurinn breytt-
ist úr ofriki og skömmum i afskiptaleysi og þögn, en
bónda sínum úlhlutaði liún ástúðinni í smáskömmtum.
Og svo breyttist þessi blindi maður skyndilega einn
daginn í afa, og með því byrjar nýtt tímabil í þessari
hernaðarsögu.
Hinn undarlegi, ósjálfbjarga kveingrátur þessarar
nýju manneskju rótaði á furðulegan hátt við einhverjum
hálfkölkuðum taugahylfum hjá hinum sjónlausa manni
og sveiflur þeirra vöktu hjá honum bergmál frumstæðra
tilfinninga. Aldrei liafði nokkur rödd, síðan hann varð
blindur, talað til hans máli, sem hann skildi eins vel og
þennan barnsgrát. Hin rótfesta sjálfsamúð hans fann písl-
arnaut í þessu lijálparlausa harni, samfara órökvísri trú
á mátt sinn til hjálpar því. í myrkri sinna blindu augna
99