Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 103
•o<7 stjörnurnar lirapa í sterkum, snöggum dráttum,
eins og strikað sé yfir tilgang lífsins,
og máninn hliknar, blygðast sín fgrir að skína
á bölvun heimsins.
Og hið litla Ijós,
sem logaði í glugganum, slokknar.
Ó, veslings þjóð mín!
Iivílikt veraldarinnar mgrkur!
Vágesturinn kveður:
Nóttin mín og nóttin mín,
— nú trúi' eg leikurinn gráni.
Milril gerist maktin þín,
— murkuð niður Júðasvín,
og þetta er blóð og þetta er blóð frá Spáni.
Og hið rauða hagl bráðnar
og reniiur eins og suðrænt vín niður glerið. —
En þú sérð það ekki, þjóð min,
— þú sérð ekki hvernig hún brennur í mgrkrinu
hin eldheita und
öreigabarnanna, sem nærðust á fiski
úr þinum kalda, salta sjó ...
Hvaða afturganga sækir hér að sál vorri?
Sérðu ekki, þjóð mín,
að hér er komið hið kolsvarta tröll,
sem kgnngi hatursins vakti upp úr gröf miðaldanna,
magnað til rána á rústum kirkjugarða
i Róm og Bæjaralandi?
Þú, sem barðist við drauga í þúsund ár, —
þekkirðu ekki drauginn á glugganum?
Sérðu ekki, að það er sá sami,
sem saug úr þér merginn um langar aldir,
og glegpti
glókoll þinn aftur og aftur á morgni lífsins?
Láttu ei villa þig margvisleg gerfi lians grimmdar; —
germanskur Þórshamar rómverskum krossi
sameinast ennþá í inntaki fordæðuviljans:
að eta fólk — lifandi og dautt.