Rauðir pennar - 01.01.1936, Page 104
Og trölliö krossar sig gloitandi á bak og brjóst
og brýnir raustina:
Djúpan vóð ég íslands ál,
ekki af baki dottinn. —
Komdu, komdu, sál og sál,
sem vilt láta blóð í skál
og hjálpa mér um mannakjöt í pottinn!
Og græðgislega er grá loppan reidd til höggs,
— gler,
aðeins gler er á milli
þess lífs, sem drúpir i dregmandi móki,
og þess dauða, er til árásar býzt í vágestsins hótun.
Hvað bíður þín, þjóð mín,
ef hann brýtur þetta gler?
Og barnið þitt í vöggunni
vaknar og grætur,
og yndisleg augu þess
í angist sakleysisins spyrja:
Tekur hann mig? Ó, tekur hann mig?
Og tár þess hrökklast á flótta út í nóttina. —
Fær það þá aldrei oftar að finna
angan blómsins, er fölnaði i haust?
Og aldrei oftar að heyra
ómstef fuglsins, er hvarf þvi með söngvatrega?
Og aldrei oftar að sjá
þá eygló, er hneig að baki dumþrauðra fjalla?
Og aldrei oftar það Ijós,
sem áðan slokknaði? — Og barnið grætur . ..
Og hjarta framtiðarinnar skelfur
í hræðilegri þenslu óvissunnar,
— vorelskt, hörpustrengjað hjarta,
með hungur og þorsta iífsins i blóði sínu.
Sefurðu, þjóð min?
Sefurðu, þegar þú átt að vaka
og bjarga barni þínu?
104