Rauðir pennar - 01.01.1936, Qupperneq 106
Ég vil nú sem einlægur og, að ég held, sjálfstætt liugs-
andi sovétvinur, biðja blaðið fyrir eftirfarandi athuga-
semd.
Fyrst vildi ég velcja athygli á því, að þýðandann liefir
hent sú skyssa að „gleyma“ að setja fangamark sitt undir
athugasemdina, svo að ekki verður séð i fljólu bragði,
hvort hún er frá honum sjálfum, ritstjórninni eða þá Up-
ton Sinclair. Eru þvi líkur til, að lesendur yfirleitt geri
Sinclair ábyrgan fyrir þessari neðanmálsgrein. Og fyrir
síðari tíma lesendur væri ógerningur að ganga úr skugga
um þetta nema með talsverðri rannsókn og eftirgrennslun,
ef ekki vildi svo vel til, að Sinclair getur þess í greina-
flokki sínum, að borgarastyrjöldin á Spáni hafi staðið í
rétta viku, þegar liann skrifar greinarnar, en af því verður
ljóst, ef menn nenna eða hafa tök á að gera samanburð ó
dagatölum, að greinarnar eru skrifaðar áður en málaferlin
byrjuðu í Moskva. — Ég þykist því sjá, að þetta muni ekki
vera orð Sinclairs, auk þess sem mér þykir nokkur ástæða
lil að ætla, að þessi gamli sannleiksleitandi myndi eklci
hafa látið sér þessi orð úr penna fara. En auðvitað er
þægilegt að geta á svona kostnaðarlítinn hátt fengið að
láni heimsfrægt nafn undir staðhæfingu, sem maður er
ef til vill ekki sjálfur meira en svo viss um, að fái staðizt.
— Sinclair lýsir í greinaflokki sínum þeim mjög víð-
tæku lýðræðisréttindum, sem amerískum kjósendum eru
veitt samkvæmt bókstaf stjórnarsknárinnar: leynilegum
kosningum, beinum frumkosningum, lagafrumkvæði,
þjóðaratkvæði og afsetningaratkvæði. En Sinclair er það
hins vegar allra manna ljósast, að þetta ameriska lýðræði
nr mest á pappírnum. Hann hefir í bókum sínum af mestu
hlífðarleysi flett ofan af spillingu ameriska auðvaldsins,
afhjúpað hið raunverulega alræðisvald amerísku auð-
mannastéttarinnar, þrátt fyrir hið lýðræðislega stjórn-
skipunarform. Og hann liefir flestum fremur fengið að
kenna á þvi, hversu rödd sannleikans á örðugt uppdráttar
i landi, þar sem (eins og hann kemst sjálfur að orði) 90%
106