Rauðir pennar - 01.01.1936, Síða 107
af öllum morðtólum og 99% af öllum áróðursgögnum eru
i liöndum þessarar alráðu síéttar.
Hin nýja stjórnarskrá Sovétríkjanna veitir þegnum
landsins ekki að eins þessi lýðræðisréttindi amerísku
stjórnarskrárinnar -—- sem mun vera einhver hin lýðræð-
issinnaðasta af stjórnarskrám horgaralegra ríkja — lield-
ur ákaflega miklu meira. Að hin nýja stjórnarskrá Sovét-
rikjanna löglielgi kosningarrétt miðaðan við 18 ára ald-
urslágmark, heinar, leynilegar, jafnar og almennar frum-
kosningar, þjóðaratkvæði, afsetningaratkvæði, skoðana-
frelsi, trúfrelsi, miálfrelsi, rilfrelsi, fundafrelsi, frelsi til
félagsmyndunar, frelsi til kröfugangna á götum úti og
svo framvegis, eru í sjálfu sér engin stórtíðindi, þar sem
þetla eru réttindi, sem sljórnarskrár hinna borgaralegu
iýðræðislanda hafa einnig lýst yfir að meira eða minna
leyti, þó að mörgum íslendingum muni þykja þetta næsta
óvæntar fregnir frá Sovétríkjunum, þessu margrægða
landi. Þó er ef til vill ástæða til að taka það fram sérstak-
lega, að þessi réttindi eru veitt öllum þegnum Sovétríkj-
anna, konum jafnt sem körlum, án tillits til kynstofns
manna eða þjóðernis, trúarjátningar eða félagslegs upp-
runa, efnahags eða fyrri starfsemi. Sérstök áherzla er lögð
á jafnrétti allra kynflokka og refsing lögð við öllum til-
raunum til að koma á kynflokkamisrétti, í hverri mynd
sem er. (f Bandaríkjunum, þessu landi lýðræðisins, hefir
það, eins og allir vita, getað viðgengizt fram til þessa dags,
að svertingjar væru ofsóttir, píndir og jafnvel drepnir á
götum úti, án þess að refsing kæmi fj'rir).
Nýstárlegra er hitt, að hin nýja stjórnarskrá Sovétríkj-
anna lýsir, í fyrsta sinni í þjóðfélagssögunni, yfir rétti
allra til vinnu, hressingar og menntunar, rétti allra til full-
kominna sjúkra-, elli- og örorlcubóta. Með lögleiðingu
hinnar nýju rússnesku stjórnarskrár er því atvinnuleysi
stjórnarskrárbrot, það er stjórnarskrárbrot, ef námfúsum
unglingi veitast ekki tök á að njóta menntunar, það er
stjórnarskrárbrot, ef manni, sem getur ekki unnið fyrir
107